Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 3
ÚTVARPSTÍÐINDI 291 koma út húlfsmánaðarlega. Argangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er hundin við óramót. — Afgreiðsla Brávallagötu 60. Sími 5046. Heima- sími afgreiðslu 5441. Póstbox 907. Clgefandi: H.f. Hlnstandinn. Prentað í lsafoldarprentstniðju h.f. Ritstj. og ábyrgðarinenn: Vilhjálm- ur S. Vilhjdlmsson, Brávallagötu 50, sfmi 4903, og Þorsteinn Jósepsson, Grettisgötu 86. íslenzk fréttaþjónusta Ríkisútvarpið hefur fréttaritara í Kaupmannahöfn og hann stundar vel starf sitt. Sér hann ekki einungis um fréttir frá Danmörku, heldur og frá öllum Norðurlöndum og er ekki nema gott eitt um þessa starfsemi að segja. Fyrir þessa þjónustu mun Ríkisútvarpið greiða nokkuð fé, þó að Útvarpstíðindum sé ekki kunnugt um, hversu mikið það er. En það skal tekið fram, að fé, sem eytt er til slíkrar fréttaþjónustu er ekki kastað á glæ. Ríkisútvarpið sendi sérstakan fréttaritara á Olympíuleikana og verður að telja, að hann hafi leyst starf sitt vel af hendi. Það kostaði líka allmikið fé. Nú hafa komið upp raddir um það, að mikil nauðsyn sé á því að koma upp íslenzkri frétta- miðstöð í Reykjavík, sem Ríkisút- varpið, dagblöðin og ríkisstjórnin séu aðilar að. Slíkar raddir hafa raunar heyrst fyrr og mun Blaða- mannafélag Islands til dæmis hafa lagt til, að slík fréttastofa yrði sett á laggirnar, en ekkert orðið úr því enn sem komið er. Hitt er víst, að brýn nauðsyn er á fréttastofu. En jafnframt því að koma henni upp, yrði hún að hafa starfandi í fyrsta lagi á Norðurlöndum, en einnig í London, fréttaritara, sem sæju henni fyrir fréttum, sem ekki er talið, að blöð og útvarp gætu tekið upp úr útvarpi annara þjóða. Nú er kunnugt, að sendiráð Islands í þessum löndum hafa ekki mjög annríkt nú orðið. Þau gætu því hæg- lega séð um þetta starf, enda yrði þá að miða val starfsmanna til sendisveitarstarfa að nokkru við slíkt, enda er mjög algengt að við sendisveitir stai'fi blaðafulltrúar. Lengi hefur mönnum verið það ljóst, að það er mjög bagalegt, að erlendir menn, sem hingað koma eða hingað skrifa eftjir upplýsingum, sem beinlínis Iieyra undir blaða- mennsku, hafa í raun og veru ekki getað snúið sér til neins opinbers aðila. Þeir hafa spurst fyrir um íslenzka fréttastofu, en fengið það svar, að hún væri ekki til. Er þetta blettur á okkur íslendingum, sem verður að þvo af hið bráðasta. Ríkisstjórnin hefur sérstakan blaðafulltrúa í þjónustu sinni. En allt bendir til þess, að hann hafi mörgum öðrum störfum að gegna en blaðaþjónustunni, enda hefur rík- isstjórnin sem slík ekki gott sam- band við íslenzka blaðamenn og er þetta ekki sök blaðafulltrúans. Ef stofnuð væri íslenzk fréttastofa, væri

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.