Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 12
300 ÚTVARPSTÍÐINDI Einar P. Jónsson Við heimsókn í Jökuidal 1946 I'etta gullfagra kvœöi birtist í Lögbergi hinn 20. npríl síðastliðinn. Höfundur kvœðisins, Einar Páll Jónsson ritstjóri og skáld, or borinn og barnfœddur á þessum slóðum, og er kvæðið ort, er hann heimsótti æskustöövarhar, sumarið 1040. fig kenni gerla þenna þunga nið og þokuna, sem fyllir allan dalinn; hún kveinkar sér, er kemur nætursvalinn — á kvíðans vængjum þyrlast út á mið. Sem viðkvæmt barn í kjöltu lcemst ég við, er kvöldsins eldar lýsa hamrasalinn. I myrkum gljúfrum byltist bálreið á svo balckinn titrar undir mínum fótum; hún söng víst alltaf eftir þessum nóturm um aldaraðir sköpun landsins frá. En þó að ógni úðaskýin grá hún á samt veg að mínum hjartarótum. Ég finn mig heima eins og áður fyr, þó árum nolclcuð fjölgað hafi að balci; mér finnst sem ennþá úti brosi og vaki ein álfamær við hverjar bæjardyr; þó siglt ég hafi ei beggja skauta byr, ég blvóu finn í auga og handartaki. fig finn það glöggt, að hér er heilög jörð, að' hér bjó traustur stofn um aldaraðir, að lands vors Guð, hinn mikli, máttki faðir um mannsbarn hvert og dalinn heldur vörð. Eg ber fram mína bæn og þakkargjörð, er brosa við mér frændahójiar glaðir.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.