Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 9
ÚTV ARPSTÍÐINDI 297 meðan ég beið eftir því, að fjör færð- ist í bæinn yfir helgina, fór ég að dæmi annarra forvitinna ferða- manna, sem til Siglufjarðar koma yfir sumarið og heimsótti síldar- bragga, síldarverksmiðju, sjómanna- heimilið og labbaði um síldarplönin. Síldarbraggarnir misjafnir. Síldarbraggarnir — en svo nefn- ast vistarverur síldarstúlknanna yfir sumarið — virðast all mismunandi að gæðum. Sumir eru hinir myndar- legustu með snyrtilegum tveggja manna herbergjum og öllum þægind- um — aðrir geta tæpast kallast mannabústaðir á nútímavísu. Það eru eldgamlir, fúnir timburhjallar, kaldir, lekir, sóðalegir — sem bera það með sér, að þar hefir allt verið látið dankast árum saman. Þegar maður virðir fyrir sér húsin á Siglu- firði — ekki fremur braggana en önnur hús — þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort Siglfirðingar séu manna hræddastir við málningu á húsum sínum, en hafi aftur á móti mesta dálæti á hverskonar rusli í kringum þau. Ég sá, að eitt bæjar- blaðanna var að velta því fyrir sér hvort Siglufjörður myndi óþrifaleg- Margrét Indriðadóttir er fxdd á Ak- •ureyri 28. október 1923. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, vorið 191,3, og réðist til Morgunblaðsins um haustið. Þar vann hún þangað til sumarið 19iG, aðal- lega við þýðingar, kvennasíðu og inn- lendar fréttir. Siðan dvaldi hún eitt ár við nám í blaðamennsku á Minne- sot.a-háskóla í Bandarikjusnum, en byrjaði því næst aftur að starfa við Morgunblaðið. Vinnur nú aðallega við kvennasíðu, þýðingar og erl. fréttir. Margrét Indriðadóttir asti bær á Islandi — en ekki komst blaðið að neinni varanlegri niður- stöðu í því máli. — Rétt fyrir framan dyrnar á einum bragganum, sem ég heimsótti, labbaði stór og pattaraleg rotta yfir tærnar á mér, hægt og virðulega og tók lífinu með stóiskri ró. Og þegar ég rak upp skaðræðisóp hlógu stelpurnar í braggaglugganum dátt og sögðu: Blessuð, þú þarft ekki að vera hrædd við greyið — hún gerir þér ekkert. En það vita nú allir, sem eru hræddir við rottur — og eru hræddir við þær samt. — Eftir að hafa klifrað upp snarbrattar, þröngar tröppur, komst ég upp á loft til stúlknanna. Þær bjuggu sex í einu herbergi, meðalstóru, og sváfu allar í kojum. Finnst ykkur ekki þröngt hérna? spurði ég. — Okkur kemur svo vel saman að það kemur ekki að sök, sögðu þær og hlógu. Er ekki kalt hér? spurði ég. O — ekki kvartar maður — alltaf eitthvað til

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.