Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 16
304 ÚTVARPSTÍÐINDI lífi og frásagnargleöi, þannig aÖ lilust- endur hlutu að lirífast með. Að lokum vil ég beiula á það, að það væri sannarlega ekki úr vegi fyrir út- varpið að leita til manna, sem búa í sveitum landsins, til þess a'ö koma fram í þessum þætti, því aö það munu áreiðan- lega niargir vera víðsvegar um landið, sem eiga í fórum sínum, eða geta átt, góðar lýsingar á þeim slóðum, sem þeir eru kunnugastir og frásagnir af þeim stöðum, sem þeir hafa farið um. Margur skemmtilegur atburöurinn hlýtur að hafa komið fyrir ýmsa til dæmis í smalamennsk- um á afréttum, fyrir utan ýmsnr svaðil- farir, sem margur sveitamaðurinn hefur lent í, í lífsbaráttu sinni. Virðist mér sem að þennan ])átt ætti ekki að legg.ja niður, þegar vetrar, heldur halda honum áfram bæði vetur og sumar í framtíðinni, því að það ætti jafnan að vera af nógu að taka til frásagnar í honum. TVÆR FRAMHALDSSÖGUR. Jðhann, Seyðisfirði skrifar á þessa leið: „Nú, þegar nálgast tekur, að útvarpsráð fari að hugsa urn sköpun vetrardagskár- innar, langar mig rnjög iil að senda þeim í ráðinu tillögu mína, sem ég hef lengi liugsað um og rætt við vinnufélaga mína og þeir virðast liafa áhuga fyrir. I’að er kunnara en frá þurfi að seg.ja, að betur er hlustað á útvarp út á landi en í Reyk.ja- vík. Veit ég ekki gjörla livað veldur þessu, en ef til vill er meiri heimiliskyrrð í fá- menninu enda líka færra til að glepja á kvöldvökum. Fg veit til dæmis, að mjög ÚTVARPSVIÐGERÐASTOFA Otfó B. Arnar Klapparstíg 16 Reykjavík annast allskonar viðgerðir á útvarps- tæk.jum og öðrum skyldum tæk.jum. Fyrsta flokks vinnustofa og góðir starfskraftar. — Sanng.jarnt verð. — 20 ára reynsla. — Sími 2799 Ágæt bók til skemmtilesturs eftir JAMES M. CAIN. Fullyrða má, nð fáar skemmtibækur hafi vakiö eins mikla athygli hér á síðari áruin og sagan „Pósturinn hringir alltaf tvisvar", sem þýdd var á íslenzku og gefin út á stríðsár- unum. Að vísu jiótti fólki hún nokkuð „ljót“ á köflum, en allt fyrir ])að las það hana og skemmti sér við hana. Nú er komin út önnur saga eftir sama höfund, „Tvöfaldar skaðabætur" og má fullyrða, að hún sé ekki síðri en „Pósturinn", enda er hún af er- lendum ritdómurum talin ein snjall- asta afbrotasaga þessa ameríska höf- undar. „Tvöfaldar skaðabætur" fjallar um unga nvátryggingarmann, sem lendir í klónum á fagurri en samviskulausri konu, sem leikur sér að lionum og hefur hann til óhæfuverka. Kn þegar hann ætlar að losa sig úr neti hehnar, flækist hann enn fastar í ]iví — og örlög þeirra verða hin sömu. Konan fagra er heklur ekki seinni til að ákveða þau úrslitaörlög, en lrún var í því að skipuleggja afbrot þeirra og athafnir. meðan hún og þau bæði höföu lífið fyrir sér. Sumir munu telja, að hér sé um að ræða nfbrotasögu, en j svo er ]>ó í raun og veru ekki. Cain er heiðar- legur höfundur og afburðasnjall. Af- hrotin eru ekki aðalatriði sagna lians, heldur |mð hvert ]>au leiða mennina. HELGAFELL CARDASTRÆTI 17. REYKJAVÍK SÍMl 5314 I

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.