Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 13
ÚTVARPSTÍÐINDI 301 baðklefar eru í heimilinu og í júlí sóttu þá um 2000 baðgestir. Sjómannaheimilið er styrkt af ríki og bæ — einnig gefa sjómenn og út- gerðarmenn mikið til þess á haustin, en stúkan Framsókn annast rekstur þess að öllu leyti, sem fy}-r segir. Við reynum að hlúa að sjómönnunum I okkar eins vel og við getum, sagði í ráðskonan Lára Jóhannsdóttir — og þeir launa fyrir með því að ganga eins kurteislega og prúðmannlega um heimilið og frekast verður á kosið. Heimilið er bara orðið of lítið, bætti hún við — en við gerum okkur vonir um að innan skamms verði hægt að hefjast handa um byggingu á veg- legu sjómannaheimili á Siglufirði. 7 síldarverksmiöju. Það yrði of langt mál, að skýra nýkvæmlega frá öllu því, er fyrir augu og eyru bar, þegar Guðjón Jóns- son verkstjóri sýndi mér dr. Paul verksmiðjuna hátt og lágt, en það er ein af síldarverksmiðjum ríkisins og' heitir hún í höfuðið á þýzkum manni er byggði hana árið 1926. Öll vinnsla síldarinnar fer fram með stórum og l merkilegum vélum og ég held að það þurfi að heimsækja verksmiðjurnar oftar en einu sinni til þess að geta nefnt þær allar rétt. Við horfðum á hvernig farið var að því að landa síldinni með geysistórri vélskóflu, sem getur landað 600 málum á klst. en hvert mál er 185 kg., og hvernig síldin var síðan flutt með vélaafli alla leið upp í verksmiðjuþróna. Allt fram til ársins 1942 var síldin flutt í vögnum frá skipshlið og upp í verk- smiðjurnar. Þá tók um 20 tíma að landa úr einu skipi, og eftir daginn höfðu mennirnir, er við löndunina unnu, gengið með vagnana svipaða vegalengd og frá Reykjavík til Þing- valla. — Þann tíma, sem ég dvaldi á Siglufirði, var engin af verksmiðjun- um í gangi, en verkstjórinn sýndi mér suðukerin, þar sem síldin er mauk- soðin áður en hún fer í pressuna, en þar er fasta efnið aðskilið frá hinu fljótandi — þ. e. s. í mjöl annars vegar og lýsi og vatn hinsvegar. Svo er vatnið skilið frá lýsinu áður en því er dælt yfir í hina geysistóru lýsisgeyma. — Mjölið er pressað, þurrkað og malað og síðan tekur mjölblásarinn við því, og blæs því Ég kem í Hofteig, kvöldið liður fljótt, t og konan strýkur tár af mínum hvarmi o(j veit, að ég er brot úr heiðaharmi — í hjartslátt Jöklu styrlc frá æsku sótt. Við vökum alsæl eina útinótt unz austrið fyllir nýrra morgna bjarmi. Og litla kirkjan lýsir enn í dag, — umd, leiðurn hvílast sveitir ferðamóðar; nú ganga að verki aðrar æskurjóðar með annan svip og frjálsmannlegri brag. Hér finnst mér eins og sérhvert Ijóð og lag sé lofsöngur í ævi frjálsrar þjóðar.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.