Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 6
294 ÚTVARPSTÍÐINDI upp þá hugmynd að prenta eða mála leiðslurnar og tókzt það mætavel á plast- og leirplötur. Mjóar línur úr þykku silfurbleki leiddi strauminn, og blek, sem innihélt sódapúlver var notað í mótstöðu. Þessi aðferð var síðan fullkomnuð, svo að hægt var að mála leiðslur í útvarpstæki á plastfleti, sem ekki voru stærri en nafnspjald. Eru þessar máluðu leiðslur .mjög öruggar og er minni hætta á, að þær bili en vírleiðslur. Einnig voru örsmáir rafgeymar af nýrri gerð framleiddir. Framleiðsla til almennra nota. Síðan styrjöldinni lauk hefur ver- ið unnið að því að framleiða þessi tæki handa almenningi. Fyrsta tæk- ið, sem á markaðinn kemur, þar sem leiðslurnar eru málaðar, eru heyrnartæki á stærð við sígarettu- pakka. Framleiðendur þessara tækja hafa dregið saman 175 magnara- tæki, þar á meðal víra, skrúfur, samskeyti og lampastæði — svo að hægt er að koma öllu fyrir á fleti, sem ekki er stærri en lítil kexkaka. Þrjú fyrirtæki, sem nota sömu að- ferð, munu á næstunni senda á markaðinn útvarpstæki, sem verða 3x5 þumlungar og um einn þuml- ungur á þykkt. Þessi útvarpstæki hafa heyrnartól, sem ekki fer meira fyrir en litlum heyrnartækjatólum, er heyrnardaufir menn nota. Búizt er við, að verð þessara tækja verði frá 120—350 krónur. Þá eru einnig margir framleið- endur að framleiða örsmá móttöku- senditæki, það er að segja tæki, sem bæði taka á móti og senda. Og er talið, að þau verði brátt framleidd fyrir almenning. Þegar þau koma á markaðinn í Bandaríkjunum mun fjarskiptanefnd ríkisins taka frá sérstakar bylgju- lengdir fyrir borgarana, sem fá til afnota þessar nýju útvarpsstöðvar, til atvinnu- eða einkaþarfa. Á þessum bylgjulengdum getur t. d. lækninrinn talað við skrifstofu sína, þaðan sem hann er staddur í sjúkravitjunum, blaðamaðurinn, við ritstjórn blaðs síns, eiginmaðurinn heim til konu sinnar o. s. frv; • Þar sem þessi senditæki nota ör- smáar bylgjur, er sambandið milli staða takmarkað að mestu við sjón- deildarhringinn. Til dæmis getur skíðamaður uppi á háu fjalli eða farþegi í flugvél auðveldlega náð allt að 160 kílómetra vegalengd, en í borgum eða á jafnsléttu í fjalla- landi, þar sem hæðir ber á milli, draga stöðvarnar varla meira en 10 kílómetra. Ör þróun í útvarpstælcni. Allt útlit er á því, að hinir nýju, örsmáu lampar og máluðu leiðsl- urnar muni valda byltingu á sviði útvarpstækjaframleiðslunnar og öðr- um raföldutækjum. Einn maður á hæglega að geta framleitt 500 tæki með máluðum leiðslum á sama tíma sem það tekur hann að tengja eitt tæki, sem vírleiðslur eru notaðar í. Og þegar í dag er hægt að kaupa í Bandaríkjunum útvarpstæki fyrir 200 krónur, sem er í alla staði full- komnara og betra en tæki, sem kost- aði 1300 krónur árið 1927. Svo stór- stíg er þróunin í þessum efnum. Slíkt hefur tekist með betri og ódýr- ari framleiðsluaðferðum. Og enn sjá rafmagnsverkfræðingarnir hylla undir ennþá meiri byltingu á þessu sviði.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.