Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 23.08.1948, Blaðsíða 11
ÚTVARPSTÍÐINDI 299 salta í tunnurnar fyrir þær. Hinar, sem eldri eru og fara á mis við slíka umhyggju, eru dálítið súrar á svip sem vonlegt er og senda ungu stúlk- unum óspart tóninn. Á mörgum stúlknanna gengur munnurinn jafn- hratt og hendurnar — sífellt heyrist hrópað: vantar síld hér — nei strákar komið með hana hingað, vantar salt — vantar tóma tunnu — sækið fulla tunnu hingað — og ef ekki er komið strax með það, sem beðið er um, verða stúlkurnar óþolinmóðar yfir töfinni, því að samkeppnin er hörð og hver mínúta dýrmæt — og eru þá látin fjúka ýms ljót orð kinnroða- laust. — Fyrir hverja fulla tunnu fá stúlkurnar lítið merki sem verk- stjórinn stingur í vasa þeirra eða stígvél. — Mér var tjáð, að þegar mikil síld væri, kæmi það oft fyrir að stúlkurnar yltu útaf steinsofandi og úrvinda af þreytu við tunnurnar, • en slíkt mun ekki hafa komið fyrir á þessu sumri. Einnig sagði einhver mér, að stundum kæmi til handalög- máls og smáóeirða í milli þeirra út af síðustu síldunum — sér í lagi ef hart væri í ári, en ekki varð ég sjónar- vottur að neinu þessháttar. — Oft eru margir að horfa á, þegar verið er að salta, og ein af síldarstúlkunum trúði mér fyrir því, að það færi í taugarnar á sér, þetta forvitnisgláp í prúðbúnu fólki, þegar hún væri að vinna. Sumar af konunum verða að hafa börnin sín með sér í síldina, enda þótt nú starfi á Siglufirði myndarlegur barnagarður. Strax og krakkarnir fara að stálpast fá þau að hjálpa mæðrum sínum til við að salta í tunnurnar. Ég er viss um að smáhnokki einn sem ég sá með móðir sinni hefur ekki verið meira en 6—7 ára, og hann hamaðist við að salta og var hinn kotrosknasti og virtist vera vel þjálfaður í því að brúka bæði munn og hendur. Sjómanna- og gestaheimili SiglufjarSar. Ég geri ráð fyrir, að mikill meiri- hluti þeirra gesta, er til Siglufjarðar koma yfir sumarið, heimsæki Sjó- manna- og gestaheimili Siglufjarðar, hvort sem um sjómenn eða venju- lega ferðamenn er að ræða því að það er einn bezti veitingastaðurinn í bænum. Það er stúkan Framsókn sem starfrækir heimilið og er þetta ní- unda árið, sem það starfar og lætur nærri að 90—100 þús. manns hafi heimsótt það, síðan það tók fyrst til starfa. 1 fyrra heimsóttu það 26.500 gestir yfir sumarið, en það er venjulega opnað í júní eða snemma í júlí ár hvert og opið til septemberloka. í ár var heimilið opn- að 4. júní, og hefur aldrei verið opn- að eins snemma. Sjómannaheimilið á allgott bókasafn, um 1700 bindi. I fyrra voru 850 bindi lánuð í skipin og ráðsmaðurinn, Páll Jónsson, tjáði mér, að sjómennirnir vildu helst fá reyfara og léttan litteratúr með sér á sjóinn. — Heimilið á bæði orgel og píanó, sem sjómenn geta notað eftir vild. Þeir geta hlustað þar á útvarp, teflt, spilað og lesið í blöðum og tíma- ritum, sem útgefendur senda heim- ilinu ókeypis. Mikill fjöldi bréfa er skrifaður þar, í júlí voru t. d. send þaðan yfir 600 br’éf, en sjómenn fá allt ókeypis, sem til bréfaskriftanna þarf. Þá geta þeir komið þangað til geymslu peningum, fatnaði og öðru verðmæti, ef þeir æskja þess. Fjórir

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.