Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Síða 8
60
ÖTARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR
um, þeir hafa verið ávarpaðir sem bíl-
stjórar, og spurðir ýmsra spurninga
viðvíkjandi ferðum strætisvagnanna.
Búningur lögreglu og slökkviliðs, bæði
fatnaður og höfuðbúnaður, á að setja
þann einbeittnis- og myndugleikasvip á
þessa starfsmenn, að almenningur
ósjálfrátt beri tilhlýðilega virðingu fyrir
starfi þeirra, sem verndara borgaranna,
og sýni að hjá þeim sé að leita halds
og trausts, þegar einhver óhöpp vilja
til, sem þeim ber skylda til að bæta úr
eftir mætti.
Slökkviliðið á því að hafa þann bún-
ing, sem því hæfir við starf þess, að
bjarga eignum manna úr eldsvoða, og
jafnvel mannslífum, þegar mikil hætta
er á ferðum.
Það væri vel við eigandi, að bæjar-
ráðið, í samráði við starfsflokkana, tæki
þetta mál til athugunar, og ákvæði snið
og gerð einkennisbúninga starfsmanna
bæjarins, sem þá eiga að nota, og sjái
um, að hverjum sem þóknast haldist
ekki uppi að stæla þá.
Nú mun einmitt vera hentugur tími
til þessara ráðstafana, svo að þær geti
komið til framkvæmda á fyrra hluta
næsta árs, því að á þeim tíma munu
flestir fastir starfsmenn fá einkennis-
kiæðnað sinn endurnýjaðan. Kostnaður-
inn við þetta mundi verða hverfandi eða
enginn, nema ef nýjum starfsflokkum
yrði bætt við, sem hentugt þætti að láta
bera einkennisbúning.
Ag. J.
GLEÐILEG JÖL
OG FARSÆLT NÝÁR!
Þökkum viðskiptin á liðnu ári.
ÁSGARÐUR.
KJARTAN ÖLAFSSON:
Jól í bœnum.
Sigurhátíð, börnin glöð í bænum,
bliku ljósin yfir strönd og sænum.
Jólaklukkur kalla,
kalla blítt á alla,
þessi kliður berst með aftanblænum.
Borgarglauininn J)agga Jtýðir hijómar,
Jiessir fögru, dularbliðu ómar.
Hreimur himinljóða.
Höfund alls þess góða,
söngsins tungu eilíf æska rómar.
Hugann grunar, andann undrin dreymir.
Aldrei barnið fyrstu jólum gleymir.
Hlýtt við hcima-arinn
hitar ljósa skarinn,
og í hjörtun helgi og friöur streymir.
Margir Hða sárt og sitja í skugga,
sest á ljósið köld og heldimm mugga.
Ötal undir blæða.
Allt vill sefa og græða
andi Krists, sem kom að reisa og hugga.
Fórnarlund, sem hjartans böli breytir,
borgarþjóð á andans leiðum skreytir.
Grær með byggðar blóma,
bjartra helgi dóma,
íögur rós, og lýðum vegsemd veitir.
Sigur lífsins lífgar von í hjarta.
Ljósið fæðist, drcifist myrkrið svarta.
Óskir anda í bæinn,
yfir land og sæinn,
jólasólin sendir geisla bjarta.
oÁíjCL^s^jöt bezt.