Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Qupperneq 31

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Qupperneq 31
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR 83 Pétur Jónsson. Annars staðar í blaðinu er getið 55 ára afmælis Péturs Jónssonar óperu- söngvara, sem er starfsmaður Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Því miður náði blaðið ekki í aðra mynd af Pétri en í „fullum galla“ sem óperusöngvari og birtist hún hér að ofan. Bókabólkur. 15. Ólafur við Faxafen: Allt í lagi í Reykjavík. Prentsmiðjan Edda hf. 1939. Það eru hyggindi, sem koma í hag, að þessi bók er seld uppskorin í hendur lesendanna. Maður gleypir hana í sig í einum hvelli, og ef forlagið hefði ekki verið svona forsjált, þá er hætt við að bókin hefði verið illa útleikin eftir lest- urinn. Maður hefði skorið upp úr henni með öllum nærtækum áhöldum, pípu- munnstykki og vísifingri — pappírs- hnífur og önnur eggvopn eru aldrei við hendina, þegar maður les eitthvað spennandi. Og Ólafur við Faxafen hefur sett saman spennandi bók, þar er allt í lagi, logandi skemmtilegan þvætting um Hlíðarhúsaauðinn, bankarán með’ púðurkerlingum og tilhugalífi á Litla- Hrauni. Margar sniðugar uppáfindingar eru í þessari bók, svo sem það að láta alþekkta Reykvíkinga leika meinlaus aukahlutverk í útjaðri atburðanna, en það þarf vitaskuld ekki að taka það fram, að atburðirnir eru hinir ótrúleg- ustu. Á stöku stað talar höfundurinn í alvöru og kemur þá með hnittnar at- hugasemdir, en annars minntist eg við lesturinn lystisemda „Líksins, sem féll upp á við“ eftir hinn fræga grínista. Dana, Storm-Petersen, og er þá ekki leiðum að líkjast. 16. Hulda: Dalafólk I—II. Á kostn- að höfundarins 1936 og 1939. Hulda lætur skammt stórra högga á milli. Hér liggja nú á borðinu fyrir framan mig tvö þykk bindi af skáldsög- unni „Dalafólk“, hið síðara um „kyn- slóðirnar, sem komu“ litlu minna en hið fyrra, en þó 22 arka bók. — Mér

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.