Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Blaðsíða 20
72
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
Nafnbreyting í sögu safnsins gerð-
ust þau tíðindi 1936, að
bæjarstjórn fannst ástæða til að breyta
nafni þess í Bæjarbókasafn Reykja-
víkur. Ef til vill var nafnbreytingin ekki
í fullu samræmi við tildrögin til stofn-
unar Alþýðubókasafnsins, en vafalaust
í anda reglugjörðar safnsins og í fullu
samræmi við þær skyldur, sem bærinn
hefur tekið sér á hendur gagnvart safn-
inu. En vandi fylgir vegsemd hverri, og
það sem einu sinni var aðeins Alþýðu-
bókasafn er nú Bæjarbókasafn. Sá
skilningur hefur og réttilega komið
fram, að bæjarbókasafni beri að leysa
stærra hlutverk af hendi en aðeins að
seðja skemmtilestrarfýsn fjöldans.
Greinilegast og ótvíræðast lýsir sá
skilningur sér í mjög skilmerkilegri
grein eftir ,,Bókamann“ í dagblaðinu
Vísi 28. júlí s.l. ,,Bókamaður“ vill að
safnið starfi í 7 deildum, af þeim eru
þrjár deildir nýungar og uppástungan
um þær sýnir ljóslega skilning höfundar
á hinum nýju skyldum safnsins eftir
nafnbreytinguna. Hann stingur upp á
að stofnuð verði Verzlunardeild, ,,í
henni séu bækur um verzlun, viðskipti,
verzlunarsögu, hagfræði o. s. frv.“ og
þá vafalaust fyrst og fremst varðándi
verzlun bæjarins á einhvern hátt. Þá er
Teknisk deild, ,,í þessari deild ætti að
hafa bækur, er snertu hinar ýmsu iðn-
greinar. t. d. rafmagnsfræði, vélfræði;
einnig mætti setja sér rit um siglinga-
fræði, sjómannafræði o. s. frv.“, og er
höfundurinn sem fyrr á hárréttri leið,
en stofnun Reykjavíkursafns, sem er
þriðja nýungin, tekur þó af skarið um
skilning höfundar á hlutverki Bæjar-
bókasafns. Allar eru tillögurnar fim-
lega studdar og á það bent, að sérsöfn
cinstakra félaga, svo sem Verzlunar-
mannafélags og Iðnaðarmannafélags
gætu runnið inn í Bæjarbókasafnið, ef
haglega væri að farið og safninu fengið
viðunandi húsnæði. Aðeins vildi eg
mega bæta því við tillöguna um Reykja-
víkursafn, að Skjalasafni bæjarins væri
fenginn staður í Bæjarbókasafninu,
þjóðskjalasafnið tekur hvort sem er
aldrei við því öllu, og eins og nú til
hagar er skjalasafn bæjarins vanhirt og
í stakasta ólestri.
Sú umhyggja fyrir safninu og sá
skilningur á framtíðarhlutverki þess,
sem lýsir sér m. a. í grein ,,bókamanns“,
en kemur einnig fram í vaxandi vin-
sældum safnsins, bendir til þess, að það
geti ekki dregizt mikið lengur, að safn-
inu verði séð fyrir góðu húsnæði.
Starfsmenn. Eg get ekki skilið við
efni þessarar greinar,
svo að ekki sé vikið að starfsmannaliði
safnsins. Aðalbókavörður safnsins hef-
ur verið frá fyrstu tíð Sigurgeir Einars-
son og hefur hann rækt starf sitt af
hinni mestu alúð og nærgætni. Aðrir
bókaverðir, sem lengst hafa starfað við
safnið eru þær Lára Pálsdóttir og Sig-
ríður Jakobsdóttir, báðar nýtustu
starfsmenn. Þessum starfsmönnum, svo
og Elínu sál. Sigurðardóttur og síðar
Hermanni Hjartarsyni, sem veitt hafa
barnalesstofunni forstöðu, ber að þakka
fyrir gott og mikið starf í þágu safns-
ins, en þó þrír aðrir starfsmenn hafi
síðar bætzt í starfsmannahópinn er
augljóst, að starfsmannaliðið er ófull-
nægjandi eins og nú er, hvað þá held-
ur, ef safnið á að rækja stærra starfs-
svið. Gagngerar breytingar á starfs-
mannaliði safnsins eru því nauðsynlegar
jafnhliða húsnæðisúrlausninni.
E. S,