Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Qupperneq 16

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Qupperneq 16
68 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR Á Núpsstað er mjög fallegt bæjar- stæði og tröllslegt landslag og skemmti- legt. Þar er einnig gamalt bænahús og grafreitur. Bænahús þetta var lagt nið- ur með konungsúrskurði árið 1765, en því mun vera haldið við í svipuðu formi og var, þó það nú sé notað fyrir geymslu. Við lögðum af stað frá Núpsstað eftir að hafa þakkað fyrir okkur og kvatt húsfreyju og annað heimafólk og höfum hinar beztu endurminingar þaðan. Fór- um við sem leið liggur sunnan undir Lómagnúpi áleiðis að Núpsvötnum, því þar beið okkar, eins og áður er sagt, Hannes bóndi til að fylgja okkur yfir hið vonda vatnsfall. Fram undan blasa við Núpsvatnaaurar og Skeiðarársand- ur. Hið fyrsta sem Hannes sagði við okkur var að vötnin væru ekki sem verst og gladdi það okkur öll, gekk ferðin ágætlega yfir vötnin. Fylgdist Hannes með okkur austur á miðjan sand, því þar mætti hann tveim stúlkum, sem hann ætlaði að fylgja yfir vötnin til baka. Sandurinn var mjög grýttur og erfiður yfirferðar eftir síðasta hlaup og víða voru háir jökuljakar, sem stóðu djúpt í sandinum, er höfðu komið með hlaupinu. Skeiðará var talin ófær að þessu sinni og fórum við því yfir hana á jökli, en þar beið eftir okkur bóndinn Guðmund- ur Bjarnason í Skaftafelli og bróðir hans Sveinn, en Oddur bóndi í Skafta- felli hafði fylgt stúlkunum út á sand- inn til móts við Hannes og slóst hann því í förina austur með okkur. Leiðin yfir jökulinn gekk prýðilega bæði hjá mönnum og skepnum, enda eru öræfing- ar mjög duglegir að fara með hesta yfir jökla. Þegar yfir jökuhnn er komið, komum við í Jökulfell og er mikið af því vaxið kjarri, þaðan liggur leiðin gegn um Bæjarstaðaskóg, sem er einhver fallegasti skógur hér á landi og trén eru þar flest beinvaxin allt að 10 m. á hæð og er hægt að sjá, hvað ferðafé- lagarnir eru ánægðir á myndinni í skóg- inum, yfir Mosárdal heim að Skafta- felli og er dásamleg leið upp Skaftafells- heiðina og ríður maður oft gegn um skógargöng. Einkennilegasta landslag, sem eg hefi séð, er að skógurinn skuli vaxa svona fast upp við jökulinn. Þá erum við komin að Skaftafelli. Kona Guðmundar bónda, sem sótti okk- ur út á jökulinn, frú Sigríður Gísla- dóttir, æskuvinkona mín, kom brosandi á móti okkur og bauð okkur velkomin. Fengum við að tjalda á túninu fyrir neðan bæinn og vorum þar í bezta yfir- læti í nokkra daga. 1 Skaftafelli er þríbýli, bærinn sem við tjölduðum við heitir Sel, svo eru Hæðir, þar búa fullorðin hjón, sem heita Stefán og Jóhanna og tveir uppkomnir synir þeirra, þriðji bærinn heitir Bölti, þar býr Oddur, er mætti okkur á sand- inum. I Skaftafelli er hinn forni þingstaður Skaftfellinga og syðsti af þingunum þremur í Austfirðingafjórðungi. Ekki er vitað, hvar þingstaðurin var, enda hafa miklar breytingar orðið þar á síð- ari öldum. Áður voru bæirnir á slétt- lendinu undir hlíðinni, en sökum ágengni Skeiðarár varð að flytja þá hátt upp í brekkuna, og var það um 1800 að síð- asti bærinn var fluttur. Bæjargilið í Skaftafelli er eitthvað það dásamlegasta, sem eg get hugsað mér. Þar eru laufþéttar bjarkir, sem vaxa á klettasillunum í gilinu og þar er blátær hylur, sem margur ferðamaðurinn bað-

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.