Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Side 23

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Side 23
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR 75 gang að Sundhöllinni. Hefir Sundhöll- in því veitt samtals 35.766 skólaböð (nem. barnsk. meðt.) fyrstu tvö árin, sem hún var opin, þó var hún aðeins opin hálft skólaárið 1937. Fyrstu tvö árin má segja ao aðsókn almennra baðgesta að Sundhöllinni hafi verið sérlega góð, þar sem tala baðgesta varð samtals 285.561 (fyrir utan skólaböð), og þó var Sundhöllin ekki opnuð fyrr en síðast í marz fyrra árið. En nú í ár má aftur á móti segja að töluverður afturkippur hafi komið í að- sóknina og liggja til þess að sjálfsögðu ýmsar ástæður, svo sem: mesta nýjung- in farin af Sundhöllinni, heilsufar bæjar- búa, veðurfar og fleira. Þess er þó að vænta, að bæjarbúum almennt skiljist fljótt hvað mikill heilsubrunnur Sund- höllin er, og virðist vera ástæða til að benda starfsmönnum bæjarins á að hagnýta sér betur en hingað til hina ágætu heilbrigðisstofnun, sem Sundhöll- in er. Einnig má benda á það, að fleiri geta haft gott af hveravatnsböðunum í Sundhöllinni en þeir, sem syndir eru. Þá væri ef til vill ekki úr vegi að minnast nokkuð á hinar fyrirhuguðu breytingar og viðbótarbyggingu á Sund- höllinni. Eins og kunnugt er, var nú ný- lega lagðar fyrir bæjarráð teikningar og áætlun hér að lútandi, og eru þær gerðar af húsameistara bæjarins, hr. Einari Sveinssyni, að tilhlutun bæjar- ráðs og forstöðum. Sundhallarinnar. En vegna hins erfiða ástands, sem nú er ríkjandi í heiminum, er þess varla að vænta, að bæjarráð hefjist handa um framkvæmdir í slíku máli, að óbreyttum kringumstæðum. Þrátt fyrir það má œtla að einhverjir vildu gjarnan vita, hvernig breytingar þessar eru fyrirhug- aðar og hver sé tilgangurinn með þeim. Höfuðtilgangurinn með þessari fyrir- huguðu viðbótarbyggingu og breytingu er sá, að gera Sundhöllina að þeirri bað- miðstöð bæjarbúa, þar sem fólk á öllum aldri geti fengið bað við sitt hæfi. I stuttu máli sagt eiga ungir jafnt sem gamlir, syndir eða ósyndir, að geta fengið þar bað, er bezt á við hvern og einn. Fyrst og fremst er það finsk bað- stofa, sem hugsað er fyrir, svo kemur hvíldarherbergi, sem ætlast er til að menn noti eftir að hafa tekið gufubað, og hefir hvíldin í sambandi við böðin ekki hvað minnst að segja. I sama her- bergi verði komið fyrir nuddbekk, því að gera má ráð fyrir, að mörgum þyki kostur að geta fengið nudd um leið og þeir koma úr baðinu. Þá er deild ætluð fyrir kerlaugar, er aðallega er gert ráð fyrir að verði not- aðar fyrir læknandi böð (medic. böð). Og má í því sambandi minnast á uppá- stungu hr. Gunnlaugs Einarssonar, læknis, (er hefir mikinn áhuga fyrir bættum baðskilyrðum í landinu, og hefir kynnt sér þau mál allmikið). Hann tel- ur afar auðvelt að flytja hingað til bæj- arins hveraleðju frá þeim stöðum, er hún reyndist bezt, hita hana síðan upp og blanda með hveravatni, og væri þar með fenginn einhver hinn bezti heilsu- brunnur á heppilegum stað, sem menn gætu hagnýtt sér jafnt vetur sem sum- ar, án þess að þurfa að leggja í kostnað til ferðalaga. Þá segir hann, að flestar þjóðir Evrópu flytji árlega til sín á járnbrautarvögnum hveraleðju frá Tékkóslóvakíu, er þær nota síðan á hressingarhælum sínum. Og er eigi ástæða til að ætla að hin íslenzka hvera- leðja sé verri til slíkra hluta en sú tékkneska.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.