Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Blaðsíða 26
78
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
Pétu r Jónsson,
skrifari hjá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur varð fimmtíu og fimm ára 21. þ.
m. — Hann er sonur þeirra hjóna Jóns
kaupmanns Árnasonar og Júlíönu Pét-
ursdóttur, sem enn lifir hér í bæ í hárri
elli. — Reykvíkingar og aðrir lands-
menn munu nú frekar kannast við Pétur
Jónsson óperusöngvara en skrifara hjá
Rafmagnsveitunni, en sami er maður-
inn, því að það hagar nú einu sinni svo
til hér á landi, að enginn lifir á listinni
einni saman. Pétur Jónsson varð stúd-
ent 1906 og sigldi þá til Kaupmanna-
hafnar til náms, en tók þá brátt að
stunda söng og er ekki að fjölyrða um
það, að hann varð brátt vinsæll söngv-
ari. Lengst af starfaði Pétur sem
óperusöngvari við leikhús í Þýzkalandi,
en hann kom heim aftur veturinn 1933.
Hér á landi eru sáralitlir möguleikar
fyrir starfsemi listamanns á borð við
Pétur Jónsson og skilyrði öll hin verstu,
hefur hann þó haldið hér nokkra kon-
serta síðan hann kom heim aftur og á
síðustu árum hefur hann aflað sér al-
mennra vinsælda fyrir þátttöku sína í
ýmsum óperettusýningum, sem hér hafa
verið haldnar. En starfssvið Péturs
Jónssonar er söngleikjahúsið — óperan
— þar nýtur listamannsgáfa hans sín
fyrst til fullnustu. — Pétur Jónsson er
ötull og starfsmaðurgóðuraðhverjusem
hann gengur, og það er vel, að bæjar-
stofnun hefur veitt honum tækifæri til
að bjargast upp á eigin spítur við borg-
araleg störf. Pétur Jónsson varð starfs-
maður Rafmagnsveitu Reykjavíkur
1935. Hann er kvæntur danskri konu,
Karen Lovise f. Köhler. Dætur þeirra
hjóna eru Erika og Margrét.
L. S.
Jón B. Jónsson,
fertugur 19. desember 1939.
Óðalsbóndinn Efrihlíðar
yfir fertugt djúpið vóð.
Verndi’ ’ann landsins vættir biíðar
verði’ ’onum Elli „þæg og góð“,
og yngismeyjar íturfríðar
að honum sæki í líf og blóð.
Allar landsins ær og sauðir
um hann jarma hrós í dag.
Fyldar merar, folar rauðir
á freranum hneggja gleðibrag.
Og allir taka ítar snauðir
undir þetta sama lag.
Fremsti vörður fornrar dyggðar
fyrr hann var, — og svo er enn.
Frá honum séu sóttir styggðar,