Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Síða 15
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
67
Geirlandi, Prestsbakka að Breiðaból-
stað, en þar er læknissetur, og nutum
við gestrisni hinna ágætu læknishjóna.
Frá Breiðabólsstað förum við með-
fram Keldunúp, þar fyrir austan opnast
allbreiður dalur. Hörgá rennur þvert
eftir dalnum og kemur úr djúpu gljúfri
austan við bæinn í Hörgsdal. Nú blasir
við manni Austur-Síðan í allri sinni
dýrð. Fyrsti bærinn fyrir austan Hörgsá
er Múlakot, stendur undir háum múla,
þar sem Síðuhamrar enda, nokkru
austar er Hörgsland og Hörgslandskot
einu nafni Hörgslandsþorp, og mun það
vera síðan bæir voru þar fleiri. Rétt
fyrir ofan Hörgslandskot er einkenni-
legur blágrýtisklettur og upp úr honum
steinstrýta, er Álfakirkja nefnist, af því
hann minnir mjög á kirkju með turni.
Lárus bóndi hafði fylgt okkur af stað,
og skyldu nú leiðir okkar skammt fyrir
austan Hörgslandskot. Næsti bær er við
sjáum er Foss á Síðu. Standa bæirnir
undir háum hömrum, sem Fossnúpur
nefnist. Er þríbýli þar og draga bæirnir
nafn af þráðbeinni fossbunu, sem fellur
fram af þverhnýptri bergbrúninni. Þótti
mér einkennileg tilsvör eins bóndans á
Fossi, Eiríks Steingrímssonar, er hann
sagði: „Eg vildi, að eg hefði vitað, að
þið kæmuð, því þá hefði eg haft meira
vatn í fossinum." En svo er mál með
vexti, að fossinn kemur úr stöðuvatni
fyrir ofan brúnina, er Þórutjörn heitir,
og hafa bændurnir sett þar stíflu, svo að
þeir geta minnkað og stækkað fossinn
eftir vild.
Skammt fyrir austan Foss eru
Dverghamrar og eru það tvær kletta-
borgir, er mynda hálfhring eða skeifu.
Þegar farið er niður á sléttuna sést
fossinn á milli klettanna.
Við höldum veginn austur hraunið.
Til hægri handar í hrauninu, skammt
frá Þverárnúpi stendur einstæð kletta-
borg, Orustuhóll, 90 m. á hæð. Eigi
kann eg sögu hólsins.
Við höldum áfram austur og mun
hraunvegurinn vera um 4 km., en þá er
komið á Brunasand og fyrsti bærinn,
sem komið er að er Teigingarlækur.
Fylgdarmaðurinn okkar, Jón, bað okkur
að ganga heim og sjá börn sín og konu
og okkur datt ekki neitt í hug, en þegar
inn var komið voru þar á borð bornar
allskonar kræsingar, sem við reyndar
gerðum góð skil, og undruðumst við,
hve fljótt þetta gekk fyrir sig, það var
hreint eins og í æfintýri. Kvöddum við
síðan konuna og börnin og annað heim-
ilisfólk og hröðuðum ferð okkar sem
mest við máttum, því að við ætluðum að
vera komin yfir Djúpsá áður en dimmdi,
því það er eina vatnsfallið, sem er óbrú-
að þarna á milli. Svo höldum við áfram
sem leið liggur að Núpsstað. Þá var
mjög farið að dimma, en í því birtist
blessað tunglið, sem alltaf var okkur til
hagsbóta og tjölduðum við í tunglsljós-
inu á grasflöt fyrir neðan bæinn á Núps-
stað. Náðum tali af Hannesi bónda,
báðum hann um fylgd daginn eftir yfir
Núpsvötnin og kvað hann okkur ekki
þurfa að halda mjög snemma af stað
sökum þess, að hann þyrfti að fara á
undan og kanna bezta stað á vötnunum
til yfirferðar, því þau breyttu sér dag-
lega.
Á Núpsstað vorum við í bezta yfirlæti,
húsfreyjan gestrisin og indæl, svo sem
aðrar konur í Skaftafellssýslum.
Það er sagt, að Núpsstaðaskógur sé
einhver fegursti bletturinn í Skaftafells-
sýslum, en því miður höfðum við ekki
tækifæri til að skoða hann í þetta sinn.