Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Side 24
76
STARFSMANUABLAÐ REYKJAVlKUR
I Starlsmannalilað Rejkjavlkur.
tJTGEFANDI:
Starfsmannat'élag Reykjavíkurbæjar.
RITSTJÓRN:
Lárus Sigurbjörnsson,
aðstoðarm. bæjargjaldkera.
Jóhann G. Möller,
skrifstofustjóri Rafmv. Rvíkur.
Ágúst Jósefsson,
heilbrigðisfulltrúi.
Auglýsingar annast Auglýsingaskril'stofa
E.IÍ., Austurstræti 12. Sími 4292.
Starfsmannablað Reykjavíltur
kemur út 6 sinnum á ári og kostar utan
Starfsmannafél. Reykjavíkurbæjar 5 kr.
árg. (6 tölublöð). I lausasölu 1 kr. blaðið.
STEINDÓRSPRENT H.F.
--- <
Gert er ráð fyrir stofu, þar sem menn
geti fengið ljósböð (háfjallasól), og er
slíkt algengt í Sundhöllum erlendis. —
Ennfremur er ætlast til að ræstisalir
verði stækkaðir frá því sem nú er með
tilliti til framangreindrar aukningar. —
Einnig er hugsað til þess að starfsmenn
Sundhallarinnar fái betri herbergi til
að klæðast og matast í, heldur en nú
er. Að lokum er tækifærið notað til að
láta þvottahús Sundhallarinnar fá sér-
staka straustofu, þar sem hægt yrði
að ganga frá öllu taui, er þörf er á.
Aukning þessi er fyrirhuguð í sam-
bandi við og út frá núverandi reksturs-
skipun Sundhallarinnar, og er gert ráð
fyrir samskonar deildum fyrir karla og
konur. Þess má vænta, að margir hafi
áhuga fyrir að Sundhöilin verði bætt á
þennan hátt sem fyrst, og er óhætt að
vona, að mál þetta verði tekið til athug-
unar og fyrirgreiðslu strax og kringum-
stæður leyfa. Ó. K. Þ.
Úr félagslífinu.
Jólatrésskemmtun
sína heldur Starfsmannafélag Reykja-
víkur fimmtudaginn 4. janúar n.k.
Skemmtunin verður fyrir börn og full-
orðna með likum hætti og í fyrra,
þannig að skemmtiatrióum fyrir börn-
in verður lokið um kl. 10, en þar á eftir
hefst ball fyrir fullorðna fólkið. —
Skemmtunin í fyrra þótti takast með
afbrigðum vel. Að þessu sinni mun
stjórn félagsins sjálf annast allan
undirbúning fyrir skemmtunina. Meðal
margra annarra skemmtiatriða, svo
sem hins vinsæla jólasveins, má nefna
„Jólasveinabúrið“, þar sem börnin fá af-
hent sælgæti út á miða, sem fylgja að-
göngumiðunum, þá má nefna happ-
drætti um tíu stórar konfektöskjur úr
„Jólasveinabúrinu“ og er hver sælgætis-
miði um leið happdrættismiði. Dregið
verður þegar búið er að jeta allt upp úr
búrinu. Veitingar fyrir börnin verða
frjálsar, þannig að hvert barn fær auk
sælgætismiðans veitingarmiða, sem það
getur notað hvenær sem er kvöldsins,
en þarf ekki að ryðjast að veitingaborð-
unum um leið og komið er inn. — Að-
gangseyrir verður sá sami og í fyrra.
— Félagsmenn, munið að það er tvöföld
ánægja að skemmta sér sameiginlega í
hópi barnanna!
Samtalsfundur
var haldinn milli stjórnenda úr nokkr-
um starfsmannafélögum bæjarins 15.
þ. m. Formaður Félags ísl. símamanna
boðaði til fundarins, en hann sátu full-
trúar frá F. 1. S., Starfsmannafélagi
Reykjavíkur, Póstmannafélaginu og
Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Nokk-