Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Side 22

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Side 22
74 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR þegar þau eru komin í 13 ára bekk, mánaðamámskeið í Sundhöllinni, og eru sundtök barnanna löguð þar í því sem ábótavant er. — Þá er þeim kennt frá byrjun, er einhverra orsaka vegna hafa farið á mis við sundkennsluna í barna- skólunum. — Eru þau síðan þjálfuð í að synda vegalengdir á bringdusundi og baksundi og æfð í björgunarsundi, kaf- sundi og köfun, sömuleiðis er þeim kennt að varpa sér til sunds. 1 lok hvers nám- skeiðs eru börnin síðan látin gangast undir eftirfarandi próf: Bringusund 200 mtr., baksund 40 mtr., björgunarsund með mann 20 mtr., kafsund 10 mtr. og köfun eftir hlut á 2]/> mtr. dýpi. — Próf þetta er erfiðara en annars- staðar á Norðurlöndum, þar að auki er það ekki skylda að taka próf þar, eins og hér. — Þá er það eigi látið nægja, að börn- in komist þessar vega- lengdir einhvernveginn, heldur er áherzla lögð á, að andardráttur sé réttur og sundtökin stílhrein. Einnig er rétt að benda á, að árið um kring er haldið uppi sundnám- skeiðum fyrir almenning í Sundhöllinni, og veitist unglingum þar kostur til framhaldsnáms í skrið- sundi og fleiru gegn mjög vægu gjaldi. Þá má geta þess, að starfandi eru hér í bænum ágæt sundfélög, er hafa starfandi hjá sér ágæta sundkennara, og eru þau að sjálfsögðu reiðubúinn að taka við þeim börnum, áhuga hafa fyrir að þjálfa sig fyrir keppni í sundíþróttinni, þegar þau koma úr skólunum, og veitist þeim þar á ódýran hátt aðstaða til að halda áfram sundiðkunum. Þá hafa allar þess- ar ráðstafanir ekki hvað minnst að segja fyrir sjómannastéttina, er má bú- ast við því í framtíðinni, að allir nýlið- ar hennar verði góðir sundmenn. Ennfremur má geta þess, að allir nemendur í æðri skólum fá einu sinni í viku hverri á skólaárinu ókeypis að- Baðlíf í Sundhöllinni,

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.