Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Qupperneq 11

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.12.1939, Qupperneq 11
Starfsmannablað reykjavíkur 63 Eftir jökulhlaupið á Skeiðarársandi Vegurinn liggur fram hjá Skeiðflöt, þar er kirkja. Yfir Steigarháls förum við og þá blasir við Reynishverfið og Dyrhólaey og er þar radióviti og mið- unarstöð. Austan undan Reynisf jalli í dalverpi stendur Víkurkauptún, en Víkurbæirnir, suður- og norður Vík, standa í miðju dalverpinu austan Vílturár. Ferðamanninum, sem kemur í fyrsta sinn til Víkur, verður mjög starsýnt á Reynisdranga, því þeir eru mjög ein- kennilegir og fallegir. Stöldruðum við skamma stund við í kauptúninu, ókum síðan áfram fram með Víkurhömrum fram hjá Fagradal upp með Kerlinga- dalsá, sem er brúuð inn á aurunum. Síðan liggur vegurinn um túnið í Kerl- ingadal norður Höfðabrekkuheiðar yfir Múlakvísl á brú móts við Selfjall. Þá blasir Hafursey fram undan og Hjörleifshöfði til hægri handar. Við hröðum okkur sem mest við megum yfir sandinn, því hann er heldur leiðinlegur yfirferðar og nú blasa við Skaptártunguheiðar. Á takmörkum Mýrdalssands og Skaftártungu rennur Hólmsá í gljúfri, förum við yfir hana á brú skammt frá Hrísnesi (Hrífunesi). En sá munur að vera kominn af Mýrdalssandi í skógarilminn í Hrísnesheiðinni! Gegn um skógar- kjarr ókum við alla leið að Flögu. Þar var kaffi á borð borið og hús- freyja hafði beðið eftir okkur í 3 klukkutíma. Svo fórum við sem leið liggur austur Skaftártungur fram hjá Hemru yfir Tungufljót, austur í Stórahvamm og yfir Eld- vatnið á brú. Þá erum við komin í Skaftáreldahraun og er það mjög úfið, ógreiðfært apalhraun, vegur- Yfir Skeiðarárjökul

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.