Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.12.1939, Blaðsíða 29
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
8Í
þess, að sjá hvernig umhorfs væri á
götum og strætum borgarinnar jólanótt.
Engar áhyggjur þurfti ég að hafa út af
jólamatnum, ég var ekki ver saddur en
hundruð og aftur hundruð einstæðinga,
námsmanna og útlendinga, sem jóla-
kveld jafnast saman í eina opinbera
veitingaskálanum, sem opinn er jóla-
nótt, veitingasal járnbrautarstöðvarinn-
ar.------
Það rigndi. —
„Það er allt útlit fyrir, að þetta ætli
að verða ömurleg jólanótt," hugsaði ég,
„rigningarkalsi og botnlaus götuleðja.“
Umferðin á götunum bar þess vott, að
fleiri hugsuðu eitthvað þessu líkt og
hver væri fegnastur að finna einhvers-
staðar inni. Menn flýttu sér hver fram
hjá öðrum og brettu upp kragann á
yfirhöfnum sínum. Fátt var af kven-
fólki á stjái, en þess fleira í bifreiðun-
um, sem runnu másandi og hvæsandi
um göturnar búð frá búð. Það var sýni-
legt, að margir höfðu orðið naumt fyrir
með jólakaupin, því verslað var í hverri
búð fram á síðustu stundu, að lokað var.
Uppljómaðir gluggar stórverzlananna
settu brag sinn á höfuðgöturnar. Þess-
ar skrautsýningar um jólin, sem öllum
er heimilaður ókeypis aðgangur að, eru
vanar að draga að sér mikinn fjölda
áhorfenda og aðdáenda, en að þessu
sinni voru áhorfendur fyrir framan búð-
argluggana með fæsta móti. Það gerði
fótkuldinn, sem lagði upp frá jökul-
kaldri og blautri steinstéttinni.
Þegar liðið var að lokunartíma búða,
sá ég rétt andspænis skartgripaverzlun
einni, lítinn og fölan dreng. Skært raf-
magnsljósið í sýningarglugganum og
endurskinið af silfri og gulli féll beint
framan í hann. Hann þrýsti sér upp að
húsveggnum til þess að reyna að standa
af sér regnið og þó var hann augsýni-
lega holdvotur. Ég hafði tekið eftir
honum fyrr um kveldið. Þá tvísteig
hann og hoppaði á einum fæti til þess
að verjast fótkuldanum, en nú stóð
hann kyrr í sömu sporum.
Fyrr um kveldið hafði hann stigið eitt
spor fram á stéttina í veg fyrir veg-
farendur, sem hann ávarpaði hæversk-
lega:
„Sprellukarl, herra minn, sprellukarl,
aðeins eina krónu.“
En nú var hann sem stirðnaður og
vegfarendur heyrðu aðeins muldur eitt.
„Sprellukarl, — — sprellu —- —,
herra minn.“
Ég keypti einn „karl“ af Fritz. Hann
sagðist heita Fritz. Og hann sagði, að
það væri betra að standa kyrr í sömu
sporum, því þá volgnaði leðjan, sem
komin var inn í stígvélin, við beran
fótinn.
Eftir lokunartíma búðanna fer fólks-
straumurinn þverrandi. Hingað og þang-
að myndast þó enn smáhópar, sem
flosna upp og týnast í allar áttir.
Ljósin eru tendruð í íbúðum manna.
Við og við heyrist söngur. En öllu ofar
hljóma kirkjuklukkurnar. Hljóðið rís og
hnígur í þungum dunum.
Jólin eru komin. —
Þar kemur að lokum, að engir eru á
ferli, nema lögregluþjónarnir, og þeir
fáir. Lögregluþjónar og blaðamenn stór-
borgarinnar vita, að á jólanótt heldur
lífið, hið ægilega, flughraða og
hamslausa líf, niðri í sér andanum, eins
og það sé að hlusta eftir einhverju
hljóði utan að, sem leysi það úr álögum.
Engir á ferli, — það er of mikið sagt,
— alltaf eru einhverjir á stjái, — þög-
ular og dularfullar eru þær, þessar ver-