Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 20

Bankablaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 20
RAGNAR BJARNARSON MINNINGARORÐ Þann 31. marz síðastliðinn andaðist í Landsspítalanum í Reykjavík, Ragnar Bjam- arson bankaritari í Útvegsbankanum. Ragnar Bjarnarson. Banamein hans var heilablóðfall. Ragnar fæddist að Sauðafelli í Miðdölum í Dalasýslu þann 4. ágúst 1895. Foreldrar hans voru merkishjónin Guðný Jónsdóttir systir Finns Jónssonar prófessors og þeirra bræðra, og Björn Bjarnarson sýslumaður í Dalasýslu. Var Ragnar fram í ættir kominn af ágætu fólki og gagnmerku. Ragnar ólst upp í foreldrahúsum og starf- aði með föður sínum og systkinum að um- bótum og ræktun á hinu fagra sýslumanns- setri, Sauðafelli í Dalasýslu. Á þeim árum voru framkvæmdir og framfarir í búnaðar- háttum einna rnestar þar hér á landi. Margt var J>ar að starfa og nerna fyrir unga menn. Mér hefur verið sagt, að Ragnar hafi haft yndi af góðhestum og kunnað vel með þá að fara. Sjálfur mun hann hafa átt afburða gæð- inga. Og fögur var sveitin, sem ól Ragnar frarn yfir tvítugt, að hann fór til Reykjavíkur að leita sér náms og nýrra starfa. Hann tók sæti í Verzlunarskóla íslands haustið 1917 og lauk Jjaðan fullnaðarprófi vorið 1919. Á sumrurn, meðan skólanámið stóð yfir, starfaði hann í Gróðrarstöðinni í Reykjavík hjá Einari Ilelgasyni. Að nárni loknu gerði Ragnar verzlunar- og skrifstofustörf að ævistörfum. Fyrst vann hann hjá Guðm. Egilssyni kaupmanni og síðan hjá Nathan & Olsen, þangað til hann gekk í þjónustu íslandsbanka 1. júní 1922. Þar og í Útvegsbanka íslands starfaði Ragn- ar til dauðadags. Ragnar kvæntist 1935, Sigríði Jónsdóttur. Þau slitu samvistum eftir nokkurra ára sam- veru. Einn son eignuðust þau, nú uppkom- inn. Var hann ávallt augasteinn og yndi Ragnars. Lét hann sér annt um að hann fengi gott uppeldi og fræðslu. Ragnar var fáskiptinn að dagfari og óhnýs- inn. Hann var trúverðugur í störfum og trvgg- lyndur í vináttu. Hann bar í brjósti ósvikna ást til sinnar starfsstofnunar og starfssystkina. Ragnar var góður félagsmaður, og geymum við öll um hann og samverustundimar hér í bankanum hugljúfar og fagrar endur- minningar. A. B. 14 BAN KABLAÐ IÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.