Bankablaðið - 01.06.1953, Page 27

Bankablaðið - 01.06.1953, Page 27
YIÐTAL VIÐ BRYNJÓLF JÓHANNESSON Brynjólfur Jóhannesson. Brynjólfur Jóhannesson brosti góðlátlega, þegar ég spurði hann, hvort ég mætti ræða við hann um stofnun Starfsmannafélags Ut- vegsbankans. Hann tók málaleitun minni vel, svo sem vænta mátti, þar sem Brynjólfur er ekki vanur að liggja á liði sínu öðrum til gagns eða gamans. Hér fer þá á eftir það helzta úr viðtali okkar. Hvað getur þú sagt mér um stofnun Starfsmannafélagsins ? Einhverju sinni er við, nokkrir fyrrverandi meðlimir í „Falko", höfðum rætt um það fram og aftur, hvort hægt væri að endur- vekja félagið, gjörðist ég svo djarfur, — og lét engan um það vita fvrr en síðar, — að skrifa bréf til allra útibúa Útvegsbankans, þar sem ég fór þess á leit við starfsfólkið, að það undirritaði og endursendi síðan til mín meðfylgjandi áskorun til starfsfólks aðal- bankans um að stofna starfsmannafélag fyrir allar deildir bankans. — Komu þessi bréf til baka undirrituð af öllu starfsfólki útibúanna. Ég hafði ekki búizt við undirskriftum úti- bússtjóranna, en þeir rituðu allir undir á- skorunina. Mig minnir að þetta hafi verið í desember 1932. — Þegar það nú sýndi sig, að starfsfólk útibúanna hafði slíkan áhuga h'rir stofnun stéttarfélags, þótti það þess vert að gera enn eina tilraun og var þá loks- ins stofnað „Félag starfsmanna Útvegsbanka íslands h. f. Hvernig voru svo undirtektir starfs- manna í fyrstu? Menn voru nokkuð hikandi. Sumir höfðu litla trú á gagnsemi slíks félags sem þessa, og einu sinni var lögð fyrir mig þessi spum- ing: „Hvemig heldur þú, að bankastjórarnir líti á svona félagsstofnun." — Sem betur fór urðu þeir í meiri hluta, sem töldu rétt, að stéttarfélag væri starfandi innan bankans. Hvert er álit þitt á starfi félagsins? Það starfar á réttum grundvelli. Það vinn- ur með hógværð að hagsmunamálum heildar- innar og hefur á þann hátt komið ýmsu góðu til leiðar. Sýnist þér starf þess horfa í rétta átt ? Já. Félagið eflist með hverju ári og stefnir í rétta átt að mér finnst. Þú varst starfsmaður í íslandsbanka? Já, — fyrst í útibúi bankans á ísafirði. Og hvenær gerðist þú starfsmaður þar? Árið 1917. Ég hvarf svo um tíma að öðru starfi árið 1920, en kom aftur í bankann sumarið 1924. BANKABLAÐIÐ 21

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.