Bankablaðið - 01.12.1976, Page 5
Samningarnir 1976
Undirbúningur að kröfugerð SÍB fyrir samn-
ingana 1976 hófust þegar haustið 1975 með
því að stjórnin safnaði saman efni og bjó út
nokkurs konar umræðugrundvöll sem lagt var
fyrir bankastarfsmenn á fundum í starfsmanna-
félögunum og úti á landsbyggðinni. Þrír fund-
ir voru haldnir í desember 1975 á Selfossi, í
Keflavík og á Akureyri. Þá voru haldnir sjö
fundir um mánaðarmótin janúar og febrúar í
starfsmannafélögum í Reykjavík og nágrenni.
Á fundum þessum voru hugmyndir stjórn-
arinnar kynntar og þá ekki síður einstökum
meðlimum sambandsins gefinn kostur á að
koma sínum hugmyndum og tillögum á fram-
færi. Fundirnir voru mjög vel sóttir og kom
fram greinileg ánægja með þetta fyrirkomulag
að undirbúningi samninga.
Sem lokastig að undirbúningi samninganna
var síðan boðað til ráðstefnu stjórnar og samn-
inganefndar SIB með formönnum allra starfs-
mannafélaganna. Ráðstefnan var haldin að
Hótel Loftleiðum sunnudaginn 14. mars 1976
og stóð yfir frá kl. 9 til kl. 19. Var tillaga
stjórnarinnar að nýjum kjarasamningi rædd.
Höfðu þá verið teknar til greina hinar ýmsu
hugmyndir og tillögur sem bankamenn komu
með á kjaramálafundunum sem áður er greint
frá.
Miðvikudaginn 17. mars 1976 var haldinn
fundur með Bankastjóranefnd um launamál og
voru þar fullmótaðar kröfur og tillögur Sam-
bands ísl. bankamanna að nýjum kjarasamningi
milli SIB og bankanna lagðar fram. Jónas H.
Haralz, bankastjóri móttók uppsögn og kröfur
SÍB fyrir hönd nefndarinnar. Á þessum fundi
lögðu bankarnir fram tilboð um 6% hækkun
á grunnlaun frá og með 1.3. 1976, ásamt lág-
launabótum, þ.e. sömu hækkun og ASÍ og
BSRB höfðu þá náð fram. Tilboðinu var tekið,
með fyrirvara þó.
Næstu þrjá mánuði voru haldnir fjölmargir
fundir með aðalsamninganefndum og undir-
nefndum, en eins og kunnugt er voru síðan
samningar undirritaðir þann 18. júní s.l.
í fyrsta sinn hefur Sambandið um látið
prenta samkomulagið í handhægu vasabroti og
var því dreift til allra félagsmanna. Er það
von stjórnarinnar að bankamenn lesi bækling-
inn spjaldanna á milli og kunni betur skil á
kjarasamningum sínum eftir á en áður.
Á aukaþingi SÍB að Hótel Sögu miðvikudag-
inn 23. júní 1976 voru síðan samningarnir
lagðir fram til samþykktar eða synjunar. For-
maður SÍB kynnti samkomulagið, Svavar Ár-
mannsson kynnti réttarstöðumálin og Jón G.
Bergmann kynnti bókanir er varða lífeyrissjóðs-
mál starfsmanna einkabankanna. Nokkrar um-
ræður urðu um hið nýja samkomulag en að
lokum var samkomulagið ásamt fylgiskjölum
þess borið undir atkvæði og var það samþykkt
með öllum greiddum atkvæðum.
SRS.
BANKABLAÐIÐ 3