Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 14
Konráð Adolphsson af mikilli leikni. Reyndist
þessi þáttur námskeiðsins mjög nytsamur því
í ljós kom, að ólíklegasta fólk átti létt með að
tjá sig þegar á námskeiðið leið.
Næsta stórverkefni námskeiðsins var að
fjalla um trúnaðarmenn, en um það efni hafði
Henning Diemar frá Danmörku framsöguerindi
og kynnti þeirra skipulag og reynslu í þeim
málum. Urðu almennar umræður um þetta efni
og sýndi sig strax, að þátttakendur höfðu mik-
inn áhuga á þessu máli og kom það berlega í
Ijós í almennum umræðum síðar og hópvinnu,
að þetta var eitt áhugaverðasta umræðuefni
námskeiðsins.
Að þessu loknu fjallaði Svavar Ármannsson
um réttarstöðumálin og var gerður góður róm-
ur að máli hans.
Síðasta verkefnið á námskeiðinu sem kynnt
var með framsöguerindi var um kjaramálin og
stjórnaði Sólon R. Sigurðsson þeim umræð-
um, fyrst með yfirgripsmikilli ræðu um stöðu
samningamálanna eins og þau stóðu á þeirri
stundu og síðan með því að svara fjölmörgum
fyrirspurnum þátttakenda. Þessi mál voru einn-
ig rædd nokkuð mikið þegar stjórn sambands-
ins sat fyrir svörum, nokkru áður en námskeið-
inu var slitið.
Framangreind upptalning segir þó ekki nema
af litlum hluta þess sem fram fór á þessu nám-
skeiði, því einn veigamesti þátturinn var unn-
inn í hópstarfi, sem undirbúið hafði verið áð-
ur en ráðstefnan hófst. Þátttakendum var skipt
niður í fjóra hópa sem stjórnað var af umræðu-
stjóra, en stjórn sambandsins beindi fjölmörg-
um spurningum til þessara hópa og fjölluðu
þær einkum um hagsmunamál bankastarfs-
fólks, skipulag og starfsemi S.Í.B.
Leyfi ég mér að fullyrða, að með þessu fyrir-
komulagi, tókst að koma af stað almennum
umræðum um hagsmunamál bankamanna og
fræðast hver af öðrum um þessi mál. Þá veittu
stjórnarmenn S.Í.B. allar hugsanlegar upplýs-
ingar um þessi mál á meðan á umræðum stóð
og auðveldaði það mjög störf starfshópanna.
Niðurstöður starfshópanna voru síðan kynntar
af umræðustjórum og hófust almennar umræð-
ur um þessar niðurstöður að því loknu. Þrátt
Unnið í hópvinnu.
fyrir mjög miklar umræður um niðurstöður
starfshópanna komu fram háværar raddir um
það að stjórn sambandsins ætti að fylgja þessu
starfi eftir með áframhaldandi fundum þegar
námskeiðinu yrði lokið, sem gætu byggst á því
starfi sem þegar lá fyrir frá námskeiðinu.
Sé gerð tilraun til að meta gagnsemi nám-
skeiðs sem þessa, þá kemur mér efst í huga
gagnsemi gagnkvæmrar kynningar bankamanna
og almenn fræðsla um hagsmunamál þeirra. Á
þessu námskeiði kom þetta mjög vel fram, því
á örskömmum tíma náðu þátttakendur að
blanda geði saman á óþvingaðan hátt og tjá sig
um þau atriði sem þeim lá ofarlega í huga.
Þá er það mikill styrkur fyrir stjórn sambands-
ins að fá til ráðuneytis svo stóran og breiðan
hóp félagsmanna til þess að gera upp hug sinn
um hagsmuna- og framtíðarmál sambandsins.
Ekki verður lokið við þessa fátæklegu frá-
12 BANKABLAÐIÐ