Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 20

Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 20
IN MEMORIAM Halldór Helgason, bankaú tibússt j óri Fyrir nokkru barst sú sorgarfregn um Lands- banka íslands, að Halldór Helgason, útibús- stjóri Landsbanka íslands á Akureyri, væri lát- inn. í sjálfu sér kom þessi frétt ekki alveg að óvörum. Pó er það alltaf svo, að maðurinn með ljáinn kemur að óvörum. Það væri ekki að skapi hins látna að setja hendur í skaut, þótt vofeiflegar fréttir berist, heldur berja á bátinn og safna kröftum til nýrrar atlögu. Ég vil hér með fátæklegum orðum kveðja þennan vin minn og samstarfsmann. Pegar ég lít yfir liðna tíð til upprifjunar á samverustund- um, vefst mér tunga um tönn. Pað er af miklu að taka. Hér verður ekki skráð ævistarfið, eða fluttur mikill lofsöngur. Pað væri ekki að skapi Halldórs. Halldór var liðlega fimmtíu ára gamall og hafði starfað í útibúi Landsbankans á Akur- eyri nokkuð yfir tuttugu og fimm ár. Áður mun hann hafa starfað að nokkru við bóka- verslun. Halldór var norðlenskrar ættar, en fyrst og síðast var hann Akureyringur. Hann var nett- vaxinn, léttur á gangi, gamansamur, en alvar- legur. Hann var vel gerður á allan hátt. Það er mikill mannskaði að fráfalli hans, langt um aldur fram. Áhugamál Halldórs voru mörg og margvís- leg, en fyrst og fremst voru það bankamál og félagsmál, sem tóku hug hans allan. Utan dag- legra starfa í bankanum eyddi hann drjúgum tíma af frístundum sínum til að sinna margs konar félagsmálum. Hann var áhugasamur söngmaður og söng með karlakór um árabil. Þá var hann áhugasamur í Frímúrarareglunni og Lionshreyfingunni. Gengdi hann þar æðstu trúnaðarstörfum. Mikill áhugamaður um knatt- spyrnu og átti mjög gott safn íþróttarita. Þá mun hann hafa fengist nokkuð við kennslu. Eins og fyrr segir var Halldór mikilhæfur bankamaður. Hann kom ungur til starfa að bankanum. Hann var búinn að gegna þar flest- um störfum og hafði verið útibússtjóri bank- ans nokkra hríð, er kallið kom. Hann var mjög opinn fyrir öllum nýjungum í bankarekstrinum, 18 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.