Bankablaðið - 01.12.1976, Page 21

Bankablaðið - 01.12.1976, Page 21
sérstaklega hvað tæknilegar nýjungar snerti. Hann átti þess oft kost að skipta um störf í bankanum, en Akureyri varð hans starfsvett- vangur ævilangt. Öll störf í bankanum rækti hann af framúrskarandi drengskap og skyldu- rækni. Við fráfall hans verður stórt skarð og vandfyllt. Þá er mikill sjónarsviptir, er hann hverfur úr bæjarlífi Akureyrar. Halldór var fremur dulur og talaði lítið um einkamál. Hann var fágætur félagi og hrókur alls fagnaðar. Nú við leiðarlok minnist ég margra stunda í samfélagi við hann, á félags- fundum bankamanna, íþróttavelli, ferðalögum og á skemmtistundum. Halldór var mjög víð- förull og hafði farið um mörg Evrópulönd til lærdóms og skemmtunar. Þegar ég flyt Halldóri hér hinstu kveðju, þá minnist ég síðustu samfunda okkar. Það var fyrir nokkru, að Halldór var hér á ferð í Lands- bankanum og þá á leið til suðrænna landa. Við köstuðum að vanda kveðjum hvor á annan, glaðir og reifir. Okkur óraði ekki fyrir því, að hér væri um hinstu kveðju að ræða. Það var víðs fjarri. Halldór kom heim úr þessari för og virtist ekki jafn kátur og áður. Leið hans lá nú beint norður og síðan í sjúkrahús á Akureyri. Þar háði hann sitt helstríð, sem nú er lokið. Halldór átti margt ógert í lífinu. Margur mun sakna hans skemtilega svipmóts, greiða- semi og háttvísi allrar. Ég er einn í þeim hópi. Aðstandendum votta ég samúð svo og sam- starfsmönnum mínum á Akureyri. Það er skuggi yfir sorgarranni. Þegar stundir líða og dagur lengist mildast sorgin, en hand- tak Halldórs Helgasonar gleymist ekki. Við starfsfólk Landsbanka íslands kveðjum hann með virðingu og þökk og óskum honum farar- heilla í nýjum heimkynnum. Bjarni G. Magnússon. Kristinn Vignir Hallgrímsson, hagfræðingur Okkur samstarfsmenn og vini Kristins Hall- grímssonar setti hljóða, þegar fré ,in um snögg og alvarleg veikindi hans barst okkur, er við mættum til vinnu að morgni hins 9. mars sl. Daginn áður hafði hann starfað með okkur hress og kátur eins og venjulega. Réttri viku síðar, hinn 16. mars, er ég frétti lát hans, fannst mér ég vart geta trúað þeirri staðreynd, þrátt fyrir þá viðvörun, sem á undan var geng- in, svo sárt fannst mér að sjá á bak góðum vini og nánum samstarfsmanni. Kristinn Vignir Hallgrímsson var fæddur í Reykjavík 2. janúar 1934 og var því aðeins 42 ára, þegar hann lést. Hann var sonur hjón- anna Svanborgar Sigurðardóttur og Hallgríms Péturssonar, sjómanns. Kristinn hóf nám í Verslunarskóla íslands og lauk þaðan stúdents- prófi vorið 1955. Að stúdentsprófi loknu hóf hann nám í hagfræði við Dartmouth College í Bandaríkjunum og lauk þaðan hagfræðiprófi 1957, en hóf þá þegar framhaldsnám við Lond- on School of Economics og lauk þaðan meist- araprófi í hagfræði 1961. Að námi loknu réðst hann til starfa í hagfræðideild Seðlabankans, BANKABLAÐIÐ 19

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.