Bankablaðið - 01.12.1976, Page 25

Bankablaðið - 01.12.1976, Page 25
Frá Norðurlöndunum Ping NBU Ping Norræna Bankamannasam- bandsins var haldið 6.—10. sept. 1976 í Hotel Ullensvang, Harð- angri, Noregi. Þingið var hið fimmta í röðinni frá 1965 þegar hið fyrsta eigin- lega þing NBU var haldið. Hingað til hafa þingin verið haldin þriðja hvert ár, en í Álaborg 1974 var lögum NBU breytt m.a. á þann veg að þing skyldi haldið annað hvert ár og því slegið saman við „vikuráðstefnu" NBU sem haldin var fjórða hvert ár. Pingið í Nor- egi nú í september var því hið fyrsta s.k. vinnuþing NBU. 58 fulltrúar frá öllum Norður- löndunum tóku þátt í störfum þingsins. Fulltrúar SlB voru Sólon R. Sigurðsson, Jón G. Bergmann, Guðmundur Eiríksson og Svein- björn Hafliðason, allir úr sam- bandsstjórn. Þingstörfin sjálf voru afgreidd á einum og hálfum degi. M.a. voru samþykktar lagabreytingar sem höfðu það í för með sér að starf aðalritara (generalsekreterare) var lagt niður en í staðinn kosinn for- seti NBU til tveggja ára. Var Carl Platou, framkvæmdastjóri Norska bankamannasambandsins einróma kosinn fyrsti forseti NBU. Lennart Lundgren framkvæmdastj. Sænska bankamannasambandsins hafði gengt störfum aðalritara s.l. tvö ár. Prír og hálfur dagur fóru í vinnu í starfshópum og voru þar tekin fyrir eftirtalin þrjú höfuð- efni: 1. Atvinnuöryggi. Atvinnuöryggi. 2. Vinnu- og opnunartími. Dönsku fulltrúarnir sýndu þessu 3. Atvinnulýðræði. efni mikinn áhuga og er það ekki Efri myndin sýnir þingfulltrúa í skoðun- arferð um Harðangurs- f jörð. Til hægri sést nýkjörinn forseti NBU í ræðustól á þinginu. BANKABLAÐIÐ 23

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.