Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 30

Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 30
ann á. Sama dag klukkan 15.00 var hann seátur við taflborðið í Melaskóla og gekk þar um gólf, milli leikja, hnarreistur, með hendur að baki, brosleitur, kíminn og kvikur sem tvítugur unglingur, og lét ekkert fram hjá sér fara. Hann var að leita sigurs. Stjórn Sambands íslenskra bankamanna fól þeim Adólfi Björnssyni, Útvegsbankanum, Kristni Bjarnasyni, Búnaðarbankanum og Birgi Friðþjófssyni, Landsbankanum, að sjá um fjöl- teflið, undirbúning og framkvæmd. Hófst taflið klukkan liðlega átta eftir ávarp Adólfs Björns- sonar, sem bauð gesti, þátttakendur og sérstak- lega Miguel Najdorf velkomna til skákhátíðar. Najdorf, sem er á 67. aldursári lét engan bil- bug á sér finna, þótt hann þyti eldsnar á fullri ferð um allan salinn og tefldi á 29 borðum. Vegalengdin, sem hann fór, léttur í spori, án þess að þiggja vott eða þurrt, var umtalsverð og ómæld en ekki mátti þreytumerki á mara- þongöngu hans merkja. Najdorf var hinn hressasti og kátasti eftir leikslok og spurði mig, hvernig endaði þetta? Ég sagði, þú sigraðir á 20 borðum, gerðir 8 jafntefli og einni skák tapaðir þú. ,,Við skulum þá vera saman á mynd.“ Meðan fjölteflið fór fram sat eiginkona Najdorfs í setustofu Útvegsbankans og var í sífellu að prjóna peysu úr íslensku ullargarni. Hún sagði mér að nú væri hún að prjóna þriðju peysuna í keppnislotu Najdorfs, en vonaðist eftir að þær yrðu fjórar áður en yfir lyki og myndi hún þá koma færandi hendi heim, til þess að gleðja ættingja sína. Sá, sem sigraði stórmeistarann, var Jóhann Örn Sigurjónsson, Landsbanka, en þau Stefán Þ. Guðmundsson, Leifur Jósteinsson, Páll Jóns- son, Gunnar Herbertsson, Hilmar Karlsson, Sólmundur Kristjánsson, Ólöf Þráinsdóttir og Vilhjálmur Pálsson náðu jafntefli gegn honum. Við sem störfuðum að undirbúningi og fram- kvæmd þökkum öllum er ljáðu máli þessu lið og settu svip á fjölteflið 8. september 1976. Persónulega þakka ég samstarfsmönnum mín- um sem raunverulega báru hita og þunga dags- ins. Adolf Björnssoti. Hraðskákmól bankamanna Fimmtudaginn 11. nóvember efndi Samband íslenskra bankamanna til hraðskákkeppni bankamanna í salarkynnum Starfsmannafélags Útvegsbankans. Undirbúningsnefnd skipuðu, Bragi Björns- son, Útvegsbankanum, Jóhann Örn Sigurjóns- son, Landsbankanum og Stefán Þormar, Bún- aðarbankanum. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad kerfi og hafði hver keppandi 15 mínútur fyrir hverja skák. Veitt voru fimm verðlaun 21. hefti Chess Informator. Keppnin hófst kl. 20.00 og lauk laust eftir miðnætti. Keppendur voru 18, sjö úr Útvegs- bankanum, sex úr Landsbankanum og fimm úr Búnaðarbankanum. Tvær bankakonur tóku þátt í keppninni og lauk henni með eftirskráðum úrslitum: 1. Jóhann örn Sigurjónsson, Landsb. 5V2 v. 2. Gunnar Gunnarsson, Útvegsb. 5 v. 25 stig. 3. Stefán Þormar, Búnaðarb. 5 v. 24,5 stig. 4. Leifur Jósteinsson, Landsb. 5 v. 24 stig. 5. Kristinn Bjarnason, Búnaðarb. 5 v. 23 stig. 28 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.