Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 31

Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 31
Ný bankaúlibú Landsbankinn hefur opnað útibú á Snæfellsnesi Landsbanki íslands, útibúið Snæfellsnesi, er heiti á nýju útibúi, sem Landsbankinn opnaði hinn 30. apríl 1976 vestur á Snæfellsnesi. Af- greiðslustaðir útibúsins eru tveir, í Ólafsvík og á Hellissandi. Báðir afgreiðslustaðirnir eru opnir á venjulegum afgreiðslutíma banka og annast alla venjulega þjónustu viðskiptabanka- innlenda og erlenda. í Ólafsvík fer starfsemi útibúsins fram í leiguhúsnæði í stóru nýbyggðu húsi við Ólafs- braut. Húsnæði útibúsins þar er um 200 fer- metrar. Á Hellissandi starfar útibúið í húsi sem bankinn á að Bárðarási 10, og hefur þar til af- nota um 100 fermetra. Utibússtjóri er Örn Arnljótsson, en hann hefur starfað hjá bankanum um 20 ára skeið, síðast sem útibússtjóri á Keflavíkurflugvelli. Starfsfólk Landsbankans t Ólafsvík. Deildarstjórar eru Úlfar Ásmundsson á Helli- sandi og Jónas Gestsson í Ólafsvík. Þá starfa í útibúinu á Hellissandi þær Laila Michaelsdóttir, Halldóra Sævarsdóttir og Al- bína Gunnarsdóttir, og í útibúinu í Ólafsvík þau Þröstur Sveinsson, Metta Guðmundsdótt- ir, Fanný Stefnisdóttir og Dröfn Jónsdóttir. Útibú Búnaðarbankans í Garðabæ Hinn 3. september s.l. tók til starfa nýtt útibú Búnaðarbanka Islands í Garðabæ. Starfs- vettvangur útibúsins miðast fyrst og fremst við sveitarfélögin tvö, Garðabæ og Bessastaðahrepp en þar hefur ekki verið starfrækt áður sérstök peningastofnun, þótt fjölgun íbúa þar hafi ver- ið hvað örust á landinu á undanförnum árum. Tæpur áratugur er nú liðinn síðan Búnaðar- bankinn sótti fyrst um leyfi stjórnvalda til að starfrækja útibú á þessum stað og var það loks Starfsfólk Búnaðarbankans í Garðabæ. BANKABLAÐIÐ 29

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.