Bankablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 33

Bankablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 33
starfaði um árabil hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Hann var m.a. kaupfélagsstjóri á Seyðisfirði og Kópavogi. Síðar sneri hann sér að bankastörfum, fyrst sem for- stöðumaður útibús Búnaðarbank- ans á Egilsstöðum. Pá réðist hann í þjónustu Seðlabanka íslands árið 1961. Fékk hann þar mjög víðtæka reynslu sem bankamaður. Síðustu árin í Seðlabankanum var hann í bankaeftirlitinu. Forstöðumaður þess hluta er snéri að sparisjóðun- um. Síðar framkvæmdastjóri við Viðlagasjóð, þegar mest gekk á í Vestmannaeyjamálinu, eftir eldgos- ið á Heimaey. Pá var honum falið eftirlit og starf í Alþýðubankanum, meðan áðurnefnd umsvif stóðu yf- ir. Pá má ekki gleyma hlut Stefáns er varða félagsmál bankamanna. Fáir bankamenn munu hafa lagt meira af mörkum í þágu félags- mála bankamanna á seinni árum. Hann var um árabil í stjórn Sam- bands ísl. bankamanna. Marg oft fulltrúi þeirra heima og erlendis. Pá er hann rómaður ræðumaður og ötull forsvarsmaður í hagsmuna- málum samtakanna. Pá er hann skáldmæltur vel. Bankamönnum er það kærkomið og ánægjuefni að hann var skipað- ur bankastjóri í Alþýðubankanum og óska honum alls velfarnaðar. BGM. Nýr bankasljóri í Búnaðarbanka fslands Pórhallur Tryggvason. Nokkrar breytingar hafa orðið á síðustu mánuðum í yfirstjórn Bún- aðarbanka íslands, vegna lagabreyt- inga á lögum um Búnaðarbanka fs- lands frá s.l. vori. Pórhallur Tryggvason var skip- aður bankastjóri 28. júní s.l. Pað var öllum bankamönnum og við- skiptamönnum Búnaðarbanka fs- Iands mikil gleði, að hinn nýi bankastjóri, Pórhallur Tryggvason var valinn úr hópi starfsmanna Búnaðarbankans. Pað er raunar ó- þarft að rekja bankaferil Pórhalls. Hann er mörgum kunnur, en hann mun nú hafa starfað um 43 ár í Búnaðarbankanum. Hann hóf störf í bankanum árið 1933. Hann hefir starfað við hin margbreytilegu störf bankamannsins. Fyrst sem almenn- ur bankamaður. Hann varð skrif- stofustjóri bankans og starfsmanna- stjóri 1942. Pá var hann skipaður bankastjóri í forföllum Magnúsar Jónssonar er hann gegndi ráðherra- starfi, frá 8. maí 1965 til 1. ágúst 1971. Hann var einnig settur bankastjóri 1974. Hann gegndi einnig forstöðustarfi Stofnlánadeild- ar landbúnaðarins um nokkurra ára bil. Auk margháttaðra bankastarfa þá hefir hugur Pórhalls snúist um margs konar önnur hugðarefni. Hann tók drjúgan þátt í félags- málum innan bankanna, m.a. for- maður Sambands ísl. bankamanna um skeið, auk annarra félagsstarfa í Búnaðarbankanum og félagsmál- um bankamanna almennt. Meðal á- hugamála Pórhalls er ættfræði, sem er hans aðal tómstundastarf. Dæmi um hæfileika Pórhalls á því sviði er haft á orði, að hann hafi í starfi sínu fyrir Stofnlánadeildina þekkt alla bændur í landinu með nafni. Bankamenn samfagna hinum ný- skipaða bankastjóra og óska honum heilla í starfi. Pað er alltaf fagn- aðarefni, þegar menn eftir langt og viðburðaríkt ævistarf eru skipaðir í æðstu stöður innan bankanna. Samband íslenskra bankamanna fagnar þessari embættisskipan og óskar Pórhalli Tryggvasyni og fjöl- skyldu heilla. BGM. BANKABLAÐIÐ 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.