Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 36

Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 36
30. þing BSRB 30. þing BSRB var haldið dagana 11.—14 okt. s.l. og sóttu það 233 fulltrúar frá 33 bandalagsfélögum. í nýútkomnu fréttabréfi BSRB, Huga, segir að málefnaleg umræða og mikil samstaða hafi einkennt þingið. Formaður, Kristján Thorlacius, var endur- kjörinn og einnig 1. og 2. varaformenn, Hers- ir Oddsson og Haraldur Steinþórsson. Hér á eftir verður getið nokkurra helstu ályktana þingsins. Kjarabætur strax Þar sem viðskiptakjör þjóðarinnar hafa á undanförnum mánuðum stórbatnað og allt út- lit er fyrir framhald þeirrar þróunar, skorar 30. þing BSRB á ríkisstjórn og Alþingi að gera ráðstafanir til þess, að kaupmáttur launa verði þegar á þessu bausti verulega bættur, annað hvort með efnahagsráðstöfunum eða beinni launahækkun. Jafnréttismál 30. þing BSRB ályktar: Að það sé enn sem fyrr eitt af baráttumál- um samtakanna að vinna að raunverulegu starfs- og launajafnrétti kvenna og karla. Nauð- syn er á því að rjúfa hefðbundnar takmark- anir á starfsaðstöðu kvenna í þjóðfélaginu. Leiðir til úrbóta eru m.a.: a) Dagvinnulaun breytist þannig, að þau ein nægi til lífsviðurværis, þannig að foreldr- ar geti til samans lengt heimaverutíma sinn og börnin með því eignast það sjálfsagða öryggi sem heimilið á að vera. b) öll börn eiga rétt á dagvistunarrými. c) Skólar verði einsetnir og stefnuskrá sam- ræmd venjulegum vinnutíma. d) Auknir möguleikar á hlutastarfi karla. e) Reist verði dagvistunarheimili fyrir aldrað fólk. f) Stofnaðir verði sumarskólar fyrir börn á skólaskyldualdri. g) Athugaðir verði möguleikar á lausn á vanda heimila, þar sem bæði hjónin vinna utan heimilis, vegna þeirra barna, sem eldri eru en 6 ára, þegar skólar starfa ekki að sum- arlagi. ísland láglaunasvæði — Launakjör íslenskrar alþýðu eru nú orðin ein hin allra lægstu í Vestur-Evrópu. Jafnframt hefur launamismunur og margháttað misræmi í launamálum stórlega aukist. Hér á landi hefur geysað óðaverðbólga, og frá því að umsamin vísitöluhækkun á laun var síðast greidd (1. mars 1974) og til 1. ágúst 1976 hefur framfærsluvísitalan hækkað um 150 % og kaupgjaldsvísitalan, sem um var sam- ið, hefur líklega hækkað um 130%. Launastigi opinberra starfsmanna hefur á sama tíma einungis hækkað um 40—70%. Þróun kjaramála hefur þannig verið opinber- um starfsmönnum sérstaklega óhagstæð undan- farin ár. Réttindaleysi samtakanna og félag- anna veldur þar mestu, enda hefur verulegur hluti baráttunnar beinst að því að knýja fram breytingar á samningsrétti. í því efni vegur þyngst afnám gerðardóms aðalkjarasamnings og takmarkaður verkfallsréttur. Leitað samstarfs við ASÍ o. fl. Þingið telur það brýnasta verkefni samtak- anna á næstunni að hefja markvissa baráttu 34 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.