Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 37

Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 37
Frá þirtgi BSRB. gegn þessari óheillaþróun. í því sambandi felur þingið forystu samtakanna að leita samstarfs við Alþýðusamband íslands og önnur heildar- samtök launafólks um samræmdar aðgerðir í kjaramálum. Mótmælt vinnubrögðum ríkis við sérsamninga 30. þing BSRB mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum samninganefndar ríkisins við gerð sérsamninga aðildarfélaganna vorið 1976, þar sem nær engin tilraun var gerð til að ná samningum við félögin, en málinu vísað til kjaranefndar þar sem vilji ríkisvaldsins var stað- festur einu sinni enn. Þingið krefst þess, að ríkisvaldið taki nú þegar upp samningaviðræður í fullri alvöru um framkvæmd þeirra atriða í sérsamningi, sem ófrágengin eru. Brýnustu verkefnin 30. þing BSRB samþykkir að aðalkjarasamn- ingi bandalagsins og bæjarstarfsmannafélaga innan þess verði sagt upp fyrir 1. apríl 1977. Stefnt verði að nýjum samningi 1. júlí 1977 eins og lög og reglugerð heimila. Forgangsverkefni við gerð nýs samnings tel- ur þingið vera þessi: 1. Bætt verði að fullu kjaraskerðing undanfar- inna ára og tryggður kaupmáttur, sem sé hvergi lakari en skv. kjarasamningi BSRB í desember 1973 í endanlegri mynd hans. 2. Samið verði um verulegar kjara- og launa- bætur, sem lyfti launakjörum upp af nú- verandi láglaunastigi. 3. Full verðtrygging verði tekin upp á laun samkvæmt óskertri framfærsluvísitölu. 4. Leiðrétt verði launamisræmi, sem orsakast af því að opinberir aðilar neita starfshópum innan BSRB um sambærileg kjör og ríkið semur um við hliðstæða starfshópa utan samtaka opinberra starfsmanna. Meðferð verkfallsréttar Þingið samþykkti veigamiklar breytingar á lögum BSRB og m.a. voru sett í lögin ákvæði um gerð kjarasamninga BSRB og meðferð verkfallsréttar, eins og gert er ráð fyrir í nýju kjarasamningunum. 6 mánuðum fyrir lok gildistíma aðalkjara- samnings ríkisstarfsmanna (þ.e. fyrir næstu ára- BANKABLAÐIÐ 35

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.