Bankablaðið - 01.12.1976, Page 39

Bankablaðið - 01.12.1976, Page 39
Merkisafmæli starfsmanna Úlvegsbanka Íslands 85 ára, Pórarinn Nielsen fv. bankafulltrúi Þórarinn Benedikt Nielsen fæddist á Seyðis- firði 28. desember 1891. Að loknu námi í Verslunarskóla íslands hóf hann störf í útibúi íslandsbanka á Seyðisfirði 1. júlí 1914 og fluttist til starfa í aðalbankann í Reykjavík 1. nóvember 1918 og starfaði þar uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 31. desember 1956. Nielsen er því sannarlega aldursforseti fyrr- verandi starfsmanna Utvegsbanka íslands. Nielsen var lengst af fulltrúi bankans í út- gerðarmálum og hafði með veðsetningar að gera. Hann var afburða vanavirkur í störfum, Pórarintt Nielsert. velmetinn og vinsæll af öllum viðskiptamönn- um bankans enda gætti hann hagsmuna þeirra jafnt og bankans. Nielsen hafði mikil og góð afskipti af fé- lagsmálum bankamanna. Hann var einn af stofnendum Starfsmannafélags Otvegsbankans, formaður um skeið, oft í stjórn og varastjórn. Hann sat og stofnfund Sambands ísl. banka- manna, sem fulltrúi félagsins. Hann er heið- ursfélagi Starfsmannafélagsins. A.B. 80 árar Jóhann Árnason fv. bankafulltrúi Jóhann Ásbjörn Árnason fæddist 24. október 1896 að Hóli í Bolungarvík. Hann lauk námi frá Verslunarskóla íslands 1915. Hann vann ýmis verslunarstörf síðan þar til hann réðist í íslandsbanka 14. mars 1919 og starfaði þar og í Utvegsbankanum til 14. desember 1959, að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jóhann hefir verið mikill félagshyggjumað- ur. Hann vann frábær og fórnfús brautryðj- andastörf við undirbúning og stofnun Starfs- mannafélags Útvegsbankans 1933. Hann var um skeið formaður félagsins og starfaði ávallt af vakandi áhuga að velferð félagsins og studdi drengilega góð málefni þess og bankamanna- stéttarinnar. Hann var fulltrúi félagsins við stofnun Sambands ísl. bankamanna 1935. BANKABLAÐIÐ 37

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.