Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 41
70 ára, Sigurður Guttormsson
fv. bankafulltrúi
Sigurður Guttormsson fæddist 15. ágúst
1906 að Hamragerði í Eyðaþinghá í Suður-
Múlasýslu.
Nám að lokinni barnafræðslu voru sveita-
störf á Austfjörðum og síðan fiskvinna í Vest-
mannaeyjum, að breiða fisk og taka saman var
lífsins gleði í þá daga. En bóklestur og sjálfs-
menntun skipuðu Sigurði í fremstu raðir við
lausn þeirra verkefna, sem hann hefir tekið sér
fyrir hendur um ævina.
Sigurður Guttormsson hóf störf í íslands-
banka í Vestmannaeyjum 1. nóvember 1923,
17 ára unglingur, sem ávann sér á léttu skeiði
æskunnar traust og vinsældir, sem fylgt hafa
honum síðan, og kann ég best að meta þær
dyggðir og drengskap, sem hann sýndi mér í
áratuga samstarfi í stjórn Starfsmannafélags
Utvegsbankans.
Sigurður starfaði í Privatbanken i Kjöben-
havn í Danmörku í rúmlega eitt ár 1947 og
1948. Fór síðan aftur heim til Vestmannaeyja,
en fluttist þaðan alfarinn til starfa í Utvegs-
banka íslands 1949 og hóf störf í hlaupareikn-
ingsdeild bankans en síðar og lengst í bréf-
ritunardeild, þar til hann hætti störfum 1966,
samkvæmt heimild um aldurssakir eftir 43 ára
starfsferil.
Sigurður hóf störf fyrstur manna í skrifstofu
Sambands ísl. bankamanna 1967, hluta úr degi,
allt til þess að Hilmar Viggósson var ráðinn
til fullra starfa. Samtökin voru á þeim árum
vanmáttug og févana til þess að greiða fullt
dagsstarf, en Sigurður var hinn fórnfúsi félagi,
sem léði samtökunum starfsþrek sitt í tóm-
stundum og oft langt umfram umsamdar vinnu-
stundir.
Hann skipulagði fyrstu skrifstofu banka-
manna að Laugavegi 103, steypti traustan
grunn að því framtíðarstarfi, sem nú er hinn
raunhæfi starfsgrundvöllur sambandsins. Sig-
urður var einnig ritstjóri Bankablaðsins þann
tíma er hann var skrifstofustjóri.
Hann var áhugasamur félagsmaður, þrek-
Sigurður
Guttormsson.
mikill og þolinmóður. Minnist ég sérstaklega
þegar við þrír, hann, Matthías Guðmundsson
og ég hófum útgáfu Félagstíðinda S.Ú. og unn-
um myrkra í milli, að skrifa handrit, vélrita,
ljósmynda og hefta blaðið, sem kom út um
nokkurt skeið.
Sem fyrr segir átti Sigurður sæti í stjórn
Starfsmannafélags Útvegsbankans um áraraðir
allt frá því að hann fluttist til Reykjavíkur og
þar af í tvö síðustu árin var hann formaður fé-
lagsins.
Með honum starfaði ég öll stjórnarár hans,
í blíðu og stríðu. Mér er ljúft að þakka þau ár.
Betri vin og samstarfsmann gæti ég vart valið
og á ég þó marga traustra vina að minnast,
sem mér eru einnig kærir.
Sigurður er kvæntur Sigríði Gísladóttur,
góðri og elskulegri eiginkonu.
A.B.
70 ára, Guðmundur Ólafs
fv. bankastjóri
Guðmundur Björnsson Ólafs fæddist 6. sept.
1906 í Mýrarhúsum í Seltjarnarneshreppi.
Hann lauk lagaprófi frá Háskóla íslands
1930 og hóf lögfræðistörf í Útvegsbanka ís-
lands 1. maí 1930. 22. nóvember 1938 var
BANKABLAÐIÐ 39