Bankablaðið - 01.12.1976, Side 45
Fréflir frá slarfsmannafélögunum
Frá Félagi starfsmanna
Alþýðubankans
Aðalfundur F.S.A. var haldinn þann 4. mars
1976 í Alþýðubankanum hf. Erlingur A. Jóns-
son var endurkjörinn formaður, Valgerður
Ólafsdóttir tók við gjaldkerastarfi af Elo Gart-
mann og Sigríður S. Jónsdóttir tók við ritara-
starfi af Svanhildi Sigurðardóttur. Meðstjórn-
endur voru endurkjörnir, en það eru Vilborg
Bjarnadóttir og Steingrímur Þórðarson, þau
eru jafnframt endurskoðendur félagsins. —
Skemmtinefndina skipa þær Birna Ingólfsdótt-
ir, Þórunn Einarsdóttir og Ragnheiður Ólafs-
dóttir. Á fundinum var meðal annars ákveðið
að keypt skyldi hljómflutningstæki, sem yrði til
afnota í sumarbústað bankans á sumrin en í
setustofu starfsfólks á veturna. Ákveðið var að
fara í gróðursetningarferð með vorinu, sem var
og farin, og setja niður trjáplöntur af ýmsum
tegundum í sumarbústaðarlandinu.
Sumarfagnaður var haldinn um mánaðarmót-
in apríl—maí. Var það góð og velheppnuð
veisla sem ætti að gefa tilefni til að gera þetta
að árlegum viðburði í bankanum.
Stjórnarfundir voru haldnir, og voru aðal-
umræðuefni fundanna væntanlegir kjarasamn-
ingar bankastarfsmanna og lífeyrissjóðsmál.
Allmiklar breytingar urðu í röðum starfs-
fólks Alþýðubankans við þær hamfarir er áttu
sér stað í bankanum um síðustu áramót. Banka-
stjórarnir báðir voru látnir víkja úr embættum
í desember s.l. og bankaráðið lét af störfum í
apríl s.l. Skrifstofustjóri og tölvufræðingur
bankans sögðu upp og hættu báðir síðast liðið
sumar. Hið nýkjörna bankaráð hélt kynningar-
fund sinn með starfsfólki bankans mjög fljót-
lega eftir að það tók til starfa.
í stöðu bankastjóra var skipaður Stefán M.
Gunnarsson, reyndur bankamaður úr Seðla-
bankanum. Hann er bankamönnum gamalkunn-
ur m.a. fyrir störf sín í Samb. ísl. bankamanna.
Aðrir nýir starfsmenn eru: Kristján Ólafsson
í stöðu skrifstofustjóra, Jóhannes Siggeirsson í
stöðu tölvufræðings og Guðmundur Eiríksson
í stöðu forstöðumanns í afgreiðslusal, en það
er ný staða.
Á fundi sem boðaður var með nýskipaðri
bankastjórn lýsti starfsfólk yfir óánægju sinni
með það vantraust sem því var sýnt, hvað
varðaði hinar nýju stöðuveitingar. Á fundinn
mættu því miður hvorki bankastjóri né banka-
ráðsformaður.
Frá Félagi starfsmanna
Landsbankans
Aðalfundur Félags starfsmanna Landsbankans.
Aðalfundur Félags starfsmanna Landsbanka
íslands var haldinn í aðalbankanum við Austur-
stræti þann 26. febr. 1976. Á aðalfundinum
var lýst stjórnarkjöri og hlutu eftirtaldir kosn-
ingu í stjórn félagsins næsta starfsár:
Hermann Stefánsson, formaður,
Erna Sigurðardóttir, varaformaður,
Erla Ingólfsdóttir, ritari,
Ólafur Gunnarsson, gjaldkeri,
Þóra Stefánsdóttir, meðstjórnandi,
Ingimar Þorkelsson, varamaður,
Svana Samúelsdóttir, varamaður.
BANKABLAÐIÐ 43