Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 52

Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 52
í þróttanefnd: Guðjón Steingrímsson Sigurður V. Halldórsson Rolf Hanssen Theodór Magnússon Orlofsheimilanefnd: Björn Gunnarsson Rolf Hanssen Félagið hefur árlega haldið árshátíðir sem hafa verið vel heppnaðar. Einnig hafa verið haldin kynningarkvöld, þar sem eldri og ný- ráðnir starfsmenn koma saman. Félagatala á síðasta aðalfundi SRB var 26. Frá Starfsmannafélagi Samvinnubankans Þann 15. nóvember 1975 var árshátíð fé- lagsins haldin í Þjóðleikhúskjallaranum. Þátt- taka var góð. Aðalfundur félagsins var hald- inn þann 10. febrúar síðastliðinn. Þar var kjörin ný stjórn, en hana skipa: Helgi Ingi Sigurðsson, formaður, Ingileif örnólfsdóttir, ritari, Björn Jóhannsson, gjaldkeri. Varamenn: Haukur Halldórsson og Gunnar Sigurjónsson. Fundarsókn var með mesta móti og virtist almennur áhugi á því sem er að gerast hjá félaginu. Félagsmenn eru nú rúmlega eitt hundrað. 25. júní síðast liðinn var farið í ferðalag í Þórsmörk. Þátttaka var mjög mikil. Skipulag ferðarinnar var mjög til fyrirmyndar en um það sá nefnd, sem skipuð var af stjórninni. Matur var framreiddur handa öllum og kvöld- vakan var þannig uppbyggð að allir viðstaddir tóku þátt í henni. Almenn ánægja var með þessa ferð. Nú er sumarhús starfsmannafélagsins að Bif- föst, Borgarfirði tilbúið og var það vígt við hátíðlega athöfn þann 24. júlí 1976, og gefið nafnið ,,Hraunprýði“. Er húsið skemmtilegt, þrjú svefnherbergi, eldhús, stofa og baðher- bergi og vel búið húsgögnum og áhöldum. Hafa félagsmenn unnið þarna talsvert í sjálf- boðavinnu. Reynt hefur verið að ná meira sambandi við félagsmenn í útibúunum úti á landsbyggðinni og hefur stjórn starfsmannafélagsins haldið tvo fundi með starfsfólkinu, annan á Akranesi og hinn í Keflavík. Ennfremur hefur formaður- inn komið í flest hin útibúin og gefið upplýs- ingar um starfsmannafélagið eftir því sem kostur hefur verið á. Nýtt útibú tók til starfa á Egilsstöðum nú í vor og eru þar fjórir starfsmenn. Útibússtjóri er Magnús Einarsson. Nýbygging umboðs bank- ans á Stöðvarfirði var tekin í notkun í byrjun ágúst og svo er verið að byggja yfir útibú bankans í Hafnarfirði og var það húsnæði tekið í notkun í lok nóvember. Frá Starfsmannafélagi Sparisióðs Hafnarfiarðar. Starfsemi félagsins hefur verið með líku sniði og undanfarin ár. Aðalfundur var hald- inn 25. 2. 1976. Stjórnina skipa: Þorleifur Sigurðsson, formaður, Hildur Haraldsdóttir, gjaldkeri, Guðbjörg Ólafsdóttir, ritari, Edda Erlendsdóttir, varam., Jónína Valtýsdóttir, varam., Þórður Guðlaugsson, varam. „Upphaf þess futidar var í þeim dúr . . . 50 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.