Bankablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 54

Bankablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 54
deild og Guðmundur Eiríksson í sjávarútvegs- lánadeild bankans. Brást þeim ekki bogalistin, að blása líf og fjör í keppnina, enda fengu færri keypt bingó- spjöld, en vildu. Á miðnætti fengu allir samkomugestir ó- keypis næturverð, er framleiddur var í eldhúsi bankans .Var síðan dans stiginn af fjöri og gleði þátttakenda. Allir vinningar, öll vinna, í eldhúsi, við bar- inn og ræsting, var unnin án endurgreiðslu. Ágóði varð rúmar eitt hundrað þúsund krónur, en aðgangur var seldur á aðeins fimm hundruð krónur á mann. ☆ í fyrsta sinn á þessu ári var boðið á sam- komu í bankanum, öllum starfsmönnum fs- landsbanka og Utvegsbankans, sem á lífi eru og hættir störfum fyrir aldurssakir. Þeir, sem störfuðu að vali efnis og undir- búningi hátíðarinnar, voru Pétur Pétursson, útvarpsþulur, starfsmaður bankans um árarað- ir, tónskáldið ljúfa, Sigfús Halldórsson, einnig heimagangur og starfsfélagi okkar í mörg ár, Guðjón Halldórsson og Adolf Björnsson. Hófið hófst með sameiginlegu borðhaldi. Ólafur Björnsson, prófessor, formaður banka- ráðsins flutti snjallt ávarp og hvatti til þess að áfram yrði haldið á þessari braut. Kristinn Bergþórsson, góður viðskiptavinur bankans, söng einsöng við undirleik Sigfúsar Halldórssonar við lögin hans Fúsa, sem svo var nefndur á sendisveinsárum hans í bankan- um. Frú Guðrún Aradóttir las upp valin ljóð við lof og fagnaðarþakkir veislugesta. Dr. Helgi P. Briem, eini eftirlifandi af fyrstu bankastjórum Útvegsbanka Islands hf., flutti hlýleg þakkarorð boðsgesta. Allir bankaráðsmenn, bankastjórar og konur þeirra sóttu hátíðina. ☆ Hin árlega Sviðamessa, sem sungin hefir verið í Útvegsbankanum síðast liðin 30 ár, fór fram að þessu sinni, 16. október síðast liðinn í samkomusal Útvegsbankans á svipaðan hátt og áður, og hófst með sviðaáti. Hlaðborð var á miðju gólfi, alsett heitum og köldum sviðum, gulrófnastöppu, kartöflu- jafningi, ölföngum og sherry-fromage. Að sjálf- sögðu var heimilisbarinn vinsæll altarisstaður allan messutímann. Meðan borðað var og skeggrætt um fram- vindu kvöldsins, lék hinn vinsæli píanósnill- ingur, Aage Lorange, borðmúsík, við gleði- raust og samstæðan gleðisöng samkomugesta. Á eftir var dansað þrotlaust þar til tvær stundir voru fram yfir miðnætti. Fast þeir sóttu sjóinn, og sækja enn, Útvegs- bankamenn. — Undanfarin 15 ár hafa Útvegsbankamenn farið á hverju vori, á handfæraveiðar, í Faxa- flóa, á úthafið við suðvesturströnd landsins og loks á þessu vori dregið fisk í Breiðafirði, á sama tíma og Búnaðarbankamenn hafa unnið sín vorstörf við gróðursetningu í Heiðmörk. Mér er einna minnisstæðust sjóferðin, fyrir þremur árum, þegar við rérum frá Ytri-Njarð- vík í ellefu vindstigum. Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, hefir á- vallt verið spámaður minn, þegar um ferðalög hefir verið að ræða, jafnt á sjó, landi og í lofti og oftast skammtað mér góðmeti úr skrínu sinni. Nú var annað á seiði. Hann sagði mér kvöldið fyrir veiðiferðina, að næsta morgun myndi verða komin á slóðir okkar sjö eða átta vindstig, og sennilega komast í ellefu vindstig, þegar liði fram á dag. Auk þess væri aflands- vindur. Afréð hann mér ferðinni, en ég sagði að nú þegar væri nestið allt niðurpakkað, soð- ið hangikjöt, egg, smurt brauð með marg- slungnu áleggi og fleiru gómsætu og lostætu góðmeti. Ég gæti ekki geymt það óskemmt í vikutíma, þangað til veðrið lægði. Með það nesti var ekið til Njarðvíkur árla morguns. Þar hitti ég skipstjórann á brvggju- sporðinum. Honum leist ekki alltof vel á veð- urblikuna, en sagði að skipshöfn mín skyldi ráða hvort róið vrði. Hann og hans áhöfn væri reiðubúin. Kominn þetta áleiðis, sagði ég ekki öðru trúa, en veðrið mvndi lægja um dagmál. Landfestar voru leystar og lagt af stað til 52 BANKABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.