Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 55

Bankablaðið - 01.12.1976, Síða 55
Fiskiróður úr Grundarfirði 1976. fiskveiða. í veðurfregnunum klukkan 10.10 var send aðvörun til fiskibáta við Suðurnes, um að róa ekki í dag, þar eð búast mætti við vaxandi roki og ellefu vindstigum, þegar liði fram á dag. Sú varð og raunin, þegar við renndum fær- unum á tvítugum botni og höfðum gefið út fjörutíu faðma frá skipshlið, strengdust þau flutu alla þá vegalengd láðrétt við sjávaryfir- borð lengst af og hvergi var að finna. Einn fiskur kom á krók, smár og ungur ýsutittur. Hann veiddi Sólveig símastúlkan okkar, og kom sér það vel, því hér var um að ræða dagsfæðu kisu, sem Sólveig elur heima. F.n Sólveig hefir í mörg ár verið fengsæl, í fremstu röðum fiskgarpa Utvegsbankans. Ymist hefir verið farið með einum eða tveim- ur fiskibátum á vori hverju. En á þessu vori var hins vegar farið í fjórar veiðiferðir á fimm fiskibátum. Fyrst fóru Fiskveiðasjóðsmenn á veiðar með Æskunni og viku síðar Útvegsbankamenn með sama skipi. Skipherra í bæði skiptin var Valdi- mar Einarsson, starfsmaður Fiskveiðasjóðs. Nokkru síðar var ekið til Grundafjarðar og gist þar í fyrirmyndar verbúð Soffíaníasar Cecilssonar, næturlangt og farið eldsnemma næsta morgun í veiðiför á tveimur fiskibátum frá Grundarfirði, er hinir ágætu útvegsmenn, Soffíanias og Guðmundur Runólfsson útveguðu okkur, og kunnum við þeim heiðursmönnum alúðarþakkir fyrir og alla fyrirgreiðslu á staðn- um. Aflabrögð voru með ágætum, en stærsta fiskinn, 20 kílóa þorsk, dró Petrína Halldórs- dóttir í bréfritunardeild bankans. Síðasta veiðiferðin var farin í Faxaflóa með Aðalbjörgu, en hún hefir frá upphafi verið hin mesta happafleyta og fært okkur drjúgan afla af norðankanti flóans. Fyrr var Einar Sigurðs- son frá Steinum, skipstjóri en síðustu árin hafa synir hans tveir stjórnað skipi og útgerð. L BANKABLAÐIÐ 53

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.