Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 56

Bankablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 56
Útvegsbankamenn eiga ótal ánægjustunda og unaðar í vistarverum Aðalbjargar. Alls voru þátttakendur um 60, sem til fisk- veiða fóru á þessu vori. Sumarbltða við Sigöldu á haustdegi. Laugardaginn 2. október síðast liðinn óku 57 starfsmenn Útvegsbankans og gestir þeirra úr bankahlaði austur að Sigöldu, í boði júgó- slavneska verktakafyrirtækisins Energoprojekt frá Belgrad til skoðunar á mannvirkjum. Var þar margt fróðlegt og fýsilegt að sjá. Á austurleið var áð í Eden, hinum undur- fagra blómagarði í Hveragerði. Skömmu eftir hádegi var ekið á heimaslóðir verktakanna við Sigöldu og tóku þar á móti okkur, Pétur Pét- ursson, fyrrverandi alþingismaður og Predrag Veljovic, verkfræðingur fyrirtækisins. Okkur var boðið til hádegisverðar og feng- um við gómsæta sunnudagssteik og hrært skyr með rjómablöndu, er ráðskona staðarins ann- aðist um af myndarskap og rausn með glað- legri stúlknahjörð sinni Pétur Pétursson bauð hópinn velkominn og Veljovic tók í sama streng. Adolf Björnsson þakaði höfðinglegar móttökur. Sverrir Júlíus- son var næstur á mælendaskrá. Hann brá m.a. á glens og minntist þess að fyrr á árum vorum við þrír þarna viðstaddir, hann Pétur og ég, saman í Viðskiptanefnd og skömmtunarráði ríkisins og allir fórum við síðan til framboðs til Alþingis, en mér einum var hafnað. Að loknum hádegisverði var farið í skoð- unarferð um svæðið undir forystu Veljovic verkfræðings og Magnúsar Bjarnasonar verk- fræðings, er á fræðandi hátt skýrðu frá fram- kvæmdum og hvers árangurs væri að vænta. Síðan ókum við áfram upp hálendið að Þór- isósi og skoðuðum þar hina miklu stíflu. Heim var komið klukkan átta að kvöldi og kvöddust þá ferðalangar ánægðir með ferðalag- ið og margfróðir um virkjun íslenskra fall- vatna. í bílnum var sungið við raust og sá um þann þátt ferðarinnar, hinn landsþekkti gítar- snillingur Ástþór Jónsson frá Möðrudal á Fjöllum. Adolf Björnsson. Frá Starfsmannafélagi Verslunarbankans Aðalfundur S.V.Í. var haldinn fimmtudag- inn 29.4. 1976 kl. 8,30 í kaffistofu bankans. Formaður félagsins Þuríður Sölvadóttir setti fundinn og stakk upp á Helga Hólm sem fundarstjóra og Hrefnu Traustadóttur sem fundarritara. Síðan las formaður félagsins upp skýrslu stjórnar og gjaldkeri Karl Jónsson upp reikninga félagsins. Þá hófust umræður og voru skýrsla og reikningar félagsins samþykkt sam- hljóða. Þá las og kynnti Helgi Hólm hin nýju lög félagsins sem lögð voru fram fyrir fundinn og voru þau samþykkt eftir talsverðar umræður með öllum greiddum atkvæðum. Formaður félagsins Þuríður Sölvadóttir baðst undan endurkosningu og var stungið. upp á Þorsteini Ragnarssyni sem formanni og var það samþykkt og aðrir í stjórn voru kosnir Lilja Sigurðardóttir ritari og Karl G. Jónsson, gjald- keri. Til vara Gunnar Þorvaldsson og Ragnar Marinósson. Endurskoðendur voru kosnir Steinn Valur Magnússon og Björn Karlsson. Þá var einnig kosið í sumarbústaðanefnd og í henni eru Aðalsteinn Júlíusson form., Einvarð- ur Jósefsson og Bryndís Svavarsdóttir. Sumarbústaður félagsins var vel nýttur í sumar og lögðu félagar mikla sjálfboðavinnu til, bæði í vor og haust við girðingu, vegavinnu og m. fl. Árshátíð félagsins var haldin í byrjun mars og þótti hún takast vel, einnig var jólatrés- skemmtun barna haldin eins og venja er. íþróttalið bankans stóð sig mjög vel í íþróttamótum vetrarins. Knattspyrnumenn höfnuðu í þriðja sæti, en handknattleiksliðið sigraði í sínum riðli og spilaði úrslitaleikinn við I.andsbankann og tapaði. Félagið sendi fulltrúa á Vornámskeið SÍB á Þingvöllum og ráðstefnu fyrir útibússtjóra á Akureyri og þótti það mjög gagnlegt. Þá urðu þær brevtingar helstar innan bankans að Tryggvi Árnason hætti störfum og Björn Karls- son var skipaður aðalbókari í hans stað, Ein- 54 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.