Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 4

Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 4
4 Hvcað segja þau um samningamálin? Þar sem kjarasamningar SÍB og bankanna frá 15. desember 1980 runnu út um mánaðamótin ágúst- september síðastliðin, og í hönd fara nýjar kjarasamningaviðræður, tók Bankablaðið tali 10 bankamenn og Iagði fyrir þá tvær spurningar. 1) Telur þú rétt að bíða átekta og sjá hver þróunin verður á almennum vinnumarkaði næstu mánuði, eða ber að knýja á um samninga sem allra fyrst? 2) A hvað ber SIB að leggja mesta áherslu í komandi samningum? Svörin fara hér á eftir. Ragnhildur Ásmundsdóttir, full- trúi hjá Landsbanka Islands. Hefur starfað rúm 14 ár í banka. 1) Við eigum að semja. Eg ber mikið traust til okkar samningamanna að ég tel við náum góðum samningum. Enda má segja að tilgangslaust sé að vera með stéttarfélag ef það á aðeins að emja „við viljum sama og hinir“. Ég trúi því ekki að óreyndu að viðsemj- endur okkar fari að draga viðræður á langinn eins og í síðustu samningum. Það hlýtur að vera krafan að farið verði að ræða saman í fullri alvöru strax og samningar eru lausir. Og síðan gildi nýju samningarnir frá og með þeim degi. Það er ekki hægt að viðsemjendur sjái sér hag í því að draga samninga von úr viti. 2) Númer eitt er að ná aftur þeim kaup- mætti sem skertur hefur verið. Ég hugsa að það geti margir bankamenn verið sammála mér í því, að margir af þeim frægu félagsmálapökkum ríkis- stjórnarinnar hin síðustu ár hafi ekki þyngt launaumslagið okkar eins og vonir stóðu til. Ég veit það þykir ekki fínt að tala um kauphækkanir í krónu- tölu eða prósentum svo ég bendi á að opna launaflokkana sem flestir eru orðnir fastir í fyrir löngu. Síðan væri gaman ef við fengjum nú 24 vinnudaga í sumarfrí, en ekki 20 eins og reyndin er. Ég er ekki að gera lítið úr þeim mikla árangri sem við höfum náð á félagsmálasviði. Þar verðum við að berjast áfram. Geir Þórðarson, fulltrúi í safn- lánadeild Verslunarbankans. Hann hefur starfað 9 ár í banka og er í stjóm starfsmannafélagsins. 1) Ég tel að knýja beri á um samninga sem allra fyrst, en í þeim samningum verði ákvæði um endurskoðun þegar þróun- in á vinnumarkaðnum er ljós. 2) Mesta áherslu á að leggja á kauplið samninganna, þar sem önnur ákvæði sem meta má til launa, svo sem orlof, orlofsfé o.n. hafa fyrst og fremst komið þeim til góða sem eru í efri þrepum iaunastigans. Guðný Bernhard, aðstoðarfull- trúi í Útvegsbanka íslands. Hefur starfað rúm 15 ár í banka. 1) Ég álít að það sé ekki rétt að bíða, held- ur setjast að samningum strax. Þar sem kaupmáttur launa fer minnkandi dag frá degi, hlýtur það að vera alveg út í hött að sitja auðum höndum og bíða eftir því að eitthvert kraftaverk gerist á launamarkaðnum. Til samninga strax. Frestun á samningaviðræðum mundi aðeins þýða aukið öngþveiti hvað við- kemur kaupmætti launa í óðaverðbólg- unni, þar sem hver vinnuhópurinn á fætur öðrum berst fyrir launahækkun og fær hana. 2) SIB ber að leggja áherslu á einföldun launastigans, að mínu mati, hækka starfsaldursálagsprósentur til muna og fækka stoppþrepum. Einnig vil ég láta fella niður laugardaga við talningu orlofsdaga og að jafnrétti kynjanna verði virt bæði í stöðuveitingum og í launum.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.