Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 6

Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 6
Hvað segjaþau? 6 Sigurður B. Stefánsson, hagfræð- ingur hjá Þjóðhagsstofnun. Hann hefur unnið rúm fjögur ár hjá stofnuninni og er formaður starfsmannafélagsins. 1) Ég tel sjálfsagt, aö jafnan sé unnið eftir kjarasamningi. I Ijósi þess, að héð- an af verður tæpast samið á nýjan leik áður en samningurinn frá 15. des. 1980 rennur sitt skeið, virðist koma til greina að framlengja gildistíma samn- ingsins, til dæmis um tvo eða þrjá mán- uði, en gegn því, að þau kjör, sem um yrði samið, giltu frá 1. september 1981. í hönd fara mikilvægir kjarasamningar stærstu launþegasamtakanna, og því ekki fráleitt að hugsa sér, að niðurstað- an í samningum SÍB mótist að ein- hverju leyti af framvindunni á vinnu- markaði í haust. 2) í tillögum SÍll að nýjum kjarasamn- ingi, sem tæki gildi frá 1. september 1981, felst bæði krafa um hækkun grunnlauna og bætt kjör á ýmsan annan hátt. Flestir munu þó kjósa, að megináherslan verði lögð á hækkun grunnlauna að þessu sinni. Stefanía Víglundsdóttir, starfs- maður alþjóðadeildar Seðlabank- ans. Hefur starfað 9 ár í banka og er í stjórn starfsmannafélagsins. 1) Eg tel það best að fá nýjan samning sem allra fyrst og vera ekki að þessu samn- ingaþófi svománuðum skiptir. Banka- menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þótt þeir verði fyrstir til þess að gera nýjan samning þýðir ekki alltaf að líta til baka og sjá ofsjónum yfir því þó aðrir fái eitthvað meira. Við ættum þá Iíka að hafa samninginn stuttan, í mesta lagi til eins árs. En aðaláherslu finnst mér megi leggja á að nýji samn- ingurinn taki gildi 1. september 1981. Spurning er hvað hafðist út úr síðustu samningum, en hins vegar sýndi sig í verkfallinu hve samstaða bankamanna er mikil og það er ekki lítils virði. 2) Mesta áherslu tel ég að leggja eigi á, auk hærri launa: Að nýr samningur gildi frá 1. sept. 1981. Að laugardagar verði felldir út úr með orlofi. Að ákvæði um meðákvörðunarrétt fáist inn í samninga. Bankamannaskólanám gefi eitthvert lágmark í launum. Dag- vistunarmál. Gangur k jaramála á árinu 1981 11. apríl: 32. þing SIB samþykkir kjaramálaályktun. Þingið felur stjórn SIB að skipa kjaranefnd, sem vinni að kröfugerð SIB, á grundvelli kjara- máláályktunarinnar. 27. apríl: Stjórn SIB skipar kjaranefnd. I nefndina voru skipaðir eftirtaldir félagar: Hinrik Greipsson, Jón Ivarsson, Gísli Jafetsson, Eiríkur Guðjóns- son, Unnur Hauksdóttir, Jóhannes Magnús- spn. Sigurður Guðmundsson og Friðbert Traustason. 06. maí: Stjórn SIB skipar samninganefnd vegna vænt- anlegra kjarasamningaviðræðna. Samninga- nefnd skipa: Sveinn Sveinsson, formaður, Hinrik Greipsson, Jens Sörensen, Sigurður Guðmundsson, Þórunn Ragnarsdóttir, Asdís Gunnarsdóttir, Björn Gunnarsson, Hrafnhild- ur Sigurðardóttir, Jóhannes Magnússon og Dóra Ingvarsdóttir. 14. maí: Stjórn SÍB, varastjórn, samninganefnd og for- menn starfsmannafélaganna samþykkja að segja upp kjarasamningunum frá 15. desember 1980. Jafnframt var samþykkt kröfugerð, sem kjaranefnd hafði unnið. 26. maí: SIB segir formlega upp kjarasamningunum frá 15. desember 1980 með tilkynningu til viðsemj- enda sinna og ríkissáttasemjara, miðað við 31. ágúst 1981. Jafnframt uppsögn er lögð fram kröfugerð. 15. júlí: Fyrsti fundur samninganefnda SÍB og bank- anna. Samninganefnd bankanna býður upp á framlengingu samninganna frá 15. desember 1980. Fulltrúar SÍB hafna. Fulltrúar SÍB gera grein fyrir einstökum liðum kröfugerðar sam- bandsins. Nefndirnar samþykkja að setja á fót undirnefnd, sem fari yfir texla kröfugerðar- innar. 10. ágúst: Áðurgreind undirnefnd kemur sarnan. Full- trúar SIB skýra enn frekar einstök atriði kröfu- gerðarinnar. 12. ágúst: Stjórn og samninganefnd SIB koma saman til umræðna um stöðu mála. Samþykkt var á fundinum að óraunhæft væri að líða drátt á raunhæfum \ iðræðum eftir að gerðardómur, sem þá var að störfum, skilaði niðurstöðum sínum um endurskoðun launaliðar samning- anna frá 15. desember 1980. 04. sept.: Ríkissáttaseinjari Guðlaugur Þorvaldsson boð- ar samninganefndir deiluaðila til fundar og skýrir frá skipan sáttanefndar. Nefndirnar verða ásáttar uiii að funda án milligöngu ríkis- sáttasemjara. 07. sept.: Samninganefndirnar koma saman til fundar. Formaður samninganefndar bankanna segir ekki tilefni til samninga við SÍB um hækkun launaliðar. FulltrúarSIB krefjast samninga og lýsa þeirri skoðun SIB, að án samninga um hækkun launaliðar, sé verkfall óumflýjanlegt. Nefndirnar sættast á að halda áfram fundum. 22. sept.: Nefndirnar koma enn saman til fundar. Sam- þykkl tillaga frá Guðmundi Hjartarsyni, sem gegndi forraennsku í nefnd bankanna, um skipan nefndar tveggja manna frá hvorum aðila til að „þrautreyna hvort finna mælti grundvöll til lausnar deilunni". Hinrik Greips- son og Jens Sörensén skipaðir af hálfu SÍB og Ari Guðmundsson og Guðmundur Agústsson af hálfu bankanna. 23. sept. — 02. okt.: Nefnd þessi starfar að ýmsum þáttum kröfu- gerðarinnar. A síðasta fundi hennar synja fltr. bankanna frekari umræðum um launaliði kröfugerðarinnar. 02. okt.: Fundur stjórnar SIB og samninganefndarsam- þykkir aðSIB óski milligöngu sáttasemjara. þur eð ljóst þykir að hverju stefnir. Bréf sem til formanns samninganefndar bankanna og sáttasemjara. 05. okt.: Samþykkt á fundi stjórnar og samninganefnd- ar SIB að halda fundi í starfsmannafélögunum og kynna stöðu mála. Fundir haldnir 7. til 12. október.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.