Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 11

Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 11
Þrir erlendu geslanna, Bertil Nilsson, Ove Hygum Andersen ogDag Thorkildsen. 32.þing Alyktun um tæknimál 32. þing SIB telur að fagna beri nýrri tækni, sem leiðir til vinnuhagræðingar og er til hagsbóta fyrir viðskiptavini bank- anna. Jafnframt gerir 32. þing SIB sér ljóst að tæknibreytingar hafa haft í för með sé bæði jákvæðar og neikvæðar aíleið- ingar fyrir starfsfólk, sem stafar m.a. af því að innleiðing og hagnýting nýrrar tækni hefur gerst án þess að starfsmenn væru hafðir með í ráðum. Tækniþróunin snýst ekki aðeins um tæknina sjálfa, heldur varðar einnig at- vinnumöguleika starfsmanna, atvinnu- öryggi, vinnuumhverfi og vinnuskilyrði yftrleitt. Þess vegna verður að tryggja starfsmönnum raunhæfa ákvarðanahlut- deild varðandi tækniþróunina þegar á hugmynda- og áætlunarstigum. 32. þing SÍB telur að leggja beri höfuð- áherslu á að bankamenn fái meðákvörð- unarrétt um tækniþróunina, til þess að tryggja að sjónarmiða þeirra verði gætt til jafns við tæknileg- og fjárhagsleg arðsem- issjónarmið. 32. þing SIB telur að samræmi verði að vera milli ráðstafana stjórnvalda til um- hverfisverndar og atvinnueflingar og stefnu einstakra fyrirtækja í hagræðingar- og atvinnumálum. Tækniþróunin má ekki leiða til upp- sagna, né heldur skapa heilsufarsleg eða félagsleg vandamál, sem stafa af því að vinna verði einhæf, tækifæri gefast ekki til persónulegrar þróunar eða dregið er úr möguleikum til áhrifa á eigið starf. Sá vandi sem tengist tækniþróuninni ein- skorðast ekki við bankastofnanir, heldur mun hafa víðtæk áhrif í öllu þjóðfélaginu. 32. þing SÍB hvetur því samtök laun- þega, atvinnurekenda og stjórnmálamenn til að vinna í sameiningu við að meta og finna lausn á þeim vandamálum, sem fylgja tækniþróuninni. Starfsáætlun um tækniþróun Á grundvelli þessarar ályktunar setur SÍB sér eftirfarandi starfsáædun. 1. Bankastarfsmenn fái meðákvörðunar- rétt um tækniþróunina þegar á undir- búningsstigi ákvarðanatöku. Slíkur meðákvörðunarréttur fæst með aðild fulltrúa starfsmannafélaga að banka- ráðum og fulltrúa SÍB að stjórnum og starfshópum, sem eru sameiginlegir fyrir bankana, eins og t.d. Reiknistofu bankanna. 2. Atvinnuöryggis starfsmanna og vinnu- skilyrða verði gætt í ákvarðanatöku og þau metin til jafns við tæknileg og fjár- hagsleg sjónarmið um hagkvæmni tölvuvæðingar og sjálfvirkrar banka- þjónustu. 3. Starfsmönnum séu veittar allar upplýs- ingar frá fyrstu stigum undirbúnings og áætlana um tæknilegar breytingar á starfi þeirra. Allar upplýsingar séu í aðgengilegu formi og þeim fylgt eftir með sérfræðilegri ráðgjöf. 4. Starfsmönnum sé tryggð undirbún- ingsþjálfun vegna upptöku nýrrar tækni, sem varðar starfssvið þeirra. Ef tækniþróunin leiðir til fækkunarstarfs- manna, verði þeim tryggð önnur sam- bærileg störf, og endurmenntun, sem nauðsynleg reynist, til að leysa af hendi ný verkefni. 5. SIB skipi milliþinganefnd, sem hafi það verkefni að fylgjast með tækniþró- uninni og veiti upplýsingar og ráðgjöf varðandi hana. 6. SIB nái þessum stefnumiðum í kjara- samningi og/eða með aðstoð löggjafar- valdsins. 7. SIB nýti sér þá reynslu, sem fyrir hendi er hjá hinum aðildarfélögunum NBU, vegna þeirrar breytingar, sem tölvu- væðing hefur í för með sér. 8. SÍB hvetji til samstarfs við önnur sam- tök launamanna um tækniþróun og af- leiðingar hennar. Alyktun um líftryggingar Þing SIB hvetur nefnd sambandsins og bankanna að vinna ötullega að líftrygg- ingarmálum bankamanna sbr. bókun 1 í kjarasamningi bankamanna og leggur ríka áherslu á að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 1. júní n.k., eins og fram kemur í bókuninni. 11 Ályktun um dagvistunarheimili Fulltrúar 32. þings SÍB, haldið á Hótel Loftleiðum 10,-1 1. apríl 1981 samþykkja: Að komið verði á fót nefnd, sem starfs- mannafélögin tilnefni í einn mann hvert. Verkefni nefndarinnar verður að kanna möguleika á sameiginlegum dagvistunar- heimilum fyrir börn bankamanna. Nefnd- in skili áliti til SÍB fyrir 01.01.‘82. Ályktun um lífeyrismál Mikil óvissa ríkir nú í lífeyrismálum, ekki síst hjá einkabönkum og sparisjóðum. 32. þing SIB telur brýnt að samræma lífeyris- kjör þeirra bankastarfsmanna sem verð- trygging nær ekki til, til jafns á við þá, sem betur eru settir. I því sambandi vill 32. þing SÍB benda á að það bil sem þarna hefur myndast má brúa með einum líf- eyrissjóði allra bankamanna. Skal stjórn SIB gangast fyrir könnun og umræðum um sameiginlegan lífeyrissjóð fyrir alla bankamenn, sem tryggði verð- tryggðan lífeyri. Skal starfi því lokið fyrir næstu kjarasamningagerð. 32. þing SÍB ályktar að stefnt skuli að fullum jöfnuði lífeyriskjara fyrir alla bankamenn með næstu kjarasamningum. * Alyktun um málefni fatlaðra Þing SIB hvetur stjórnendur banka og sparisjóða, til þess að gera bankastofnanir aðgengilegri fyrir fadað fólk, bæði sem viðskiptavini og starfsmenn. Þingið minnir á að fatlaðir eru engu síðri starfsmenn er ófatlaðir og bendir stjórnendum banka og sparisjóða á að með litlum tilkostnaði er hægt að gera hjóla-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.