Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 13

Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 13
32. þing Skýrsla stjornar í október 1980 tók formaður SÍB, Árni Sveinsson, við störfum útibússtjóra Lands- banka íslands í Neskaupsstað. Á stjórn- arfundi í SÍB 27. október 1980 var sam- þykkt, að Böðvar Magnússon hefði með höndum forsvar fyrir SIB út á við í íjar- veru Árna, en Sveinn Sveinsson yrði for- maður samninganefndar sambandsins. Stjórnarfundir Á starfstímabilinu hefur stjórnin haldið 53 bókaða fundi, þar af 17 með formönnum starfsmannafélaganna. Einnig hafa verið haldnir margir óformlegir fundir, sem ekki voru bókaðir, einkum vegna kjara- mála. Félagatal Félagsmönnum SÍB hefur fjölgað um tæplega 16% á starfstímabilinu'. Þeir töld- ust vera 2.022 hinn 1.1.1979, en 2.344 hinn 1.1.1981. Hinn 1.1.1980 töldust fé- lagsmenn SÍB vera 2.166. Skrifstofa sambandsins Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá sam- bandinu á starfstímabilinu. Gunnar Eydal, sem verið hafði framkvæmdarstjóri sambandsins fra 1.12.1976, hætti störfum hinn 1.7.1979. Sambandsstjórn auglýsti stöðuna lausa og réði Vilhelm G. Kristins- son til starfsins frá ogmeð 1.9.1979. Björg Árnadöttir, fulltrúi, hefur sem fyrr unnið í hálfu starfi á skrifstofu SÍB. Stjórn SIB er þeirrar skoðunar að nokkurra breytinga sé þörf á rekstri skrif- stofunnar, eigi hún að standast lágmarks- kröfur sem gera verður til skrifstofu af þessu tagi. Breytingum þessum má skipta í þrennt: I fyrsta lagi fjölgun starfsmanna, í öðru lagi öflun viðunandi húsnæðis og í þriðja lagi aukin tæknivæðing. Nokkuð hefur verið unnið að þessum breytingum á starfstímabilinu. Sambandið auglýsti eftir fulltrúa til starfa síðdegis, á móti Björgu Árnadóttur. Með fjölgun um hálft stöðugildi er tryggt, að unnt er að hafa skrifstofuna opna á skrifstofutíma, Skipting félagsmanna 1.1. '79 1.1. '80 1.1. '81 Félag starfsm. Landsbanka ísl. Starfsm. fél. Útvegsbanka Isl. Starfsm. fél. Búnaðarbanka Isl. Starfsm. fél. Seðlabarrka Isl. Starfsm. fél. Iðnaðarbanka ísl. Starfsm. fél. Samvinnubankans Starfsm. fél. Verslunarbanka ísl. Starfsm. fél. Alþýðubankans Starfsm. fél. Spsj. Hafnarfjarðar Starfsm. fél. Spsj. Reykjavíkur Starfsm. fél. Spsj. Kópavogs Starfsm. fél. Reiknistofu bankanna Starfsm. fél. Spsj, Keflavíkur Starfsm. fél. Framkv.st. ríkisins Starfsm. fél. Spsj. vélstjóra Stakir félagsmenn 827 828 882 305 327 320 266 303 315 124 124 131 104 111 141 113 129 151 77 85 85 30 30 34 31 35 40 17 22 28 15 14 21 40 44 50 27 31 35 30 31 11 12 46 42 68 Félagsmenn alls 2.022 2.166 2.344 Stjórn sambandsins veitti tveimur nýjum aðildarfélögum inngöngu í sambandið á starfsárinu. Hér er um að ræða Starfs- mannafélag Sparisjóðs vélstjóra þar sem eru 12 félagsmenn og Starfsmannafélag Þjóðhagsstofnunnar þar sem félagsmenn eru 20. allá virka daga. Ennfremur gefst fram- kvæmdastjóra þá tími tíl ýmissa sérverk- efna, sem áður hefur lítill tími gefist tíl végna almennrar afgreiðslu á skrifstof- unni. Loks er þessi aukning nauðsynleg vegna þeirrar auknu fræðslu- og útgáfu- starfsemi, sem stjórnin telur nauðsynlega 13 á vegum SÍB og þeirrar auknu vinnu, sem fyrirsjáanleg er við undirbúning og gerð kjarasamninga á næstunni. Samband íslenskra bankamanna býr nú við alls ófullnægjandi húsnæðisaðstöðu. Sem kunnugt er leigir sambandið Banka- mannaskólanum alla hæðina að Lauga- vegi 103, að einu skrifstofuherbergi und- anskyldu. Þar til veturinn 1979—1980 hafði sambandið svo til ótakmörkuð not af innri salnum á hæðinni, en með auknum umsvifum Bankamannaskólans hefur hann tekið sal þennan til notkunar einnig. Er nú svo komið, að umrætt skrifstofu- herbergi um 20 m2 er eina athvarf sam- bandsins. Mikið óhagræði er af því að verða að útvega húsnæði fyrir stjórnar- fundi og hvers konar nefndarfundi hér og þar um bæinn, auk þess sem tími starfs- manna sambandsins nýtíst afar illa með núverandi fyrirkomulagi. Um aukna tæknivæðingu á skrifstof- unni er það segja, að stjórnin telur nauð- synlegt, að sambandið komi sér upp hand- hægu tölvukerfi til notkunar vegna félags- mannaskrár o.fl. auk ýmissa reikniverk- efna, tengdum kjarasamningum. Lítils- hattar athugun hefur farið fram á þessu á starfstímabilinu, en nauðsyn er á, að þetta verði íhugað betur og áðurnefndra tækja aflað. Kjaramál Kjarasamningum SIB frá árinu 1977 var sagt upp hinn 29. júní 1979, miðað við 1. október þ.á. og um leið var lögð fram kröfugerð að nýjum kjarasamningi sam- bandsins. Samkvæmt lögum nr. 13/1979 frá 10. apríl, svonefndum Olafslögum, var ekki gert ráð fyrir frekari grunnkaupshækk- unum á því ári en orðið höfðu tíl og með 1. apríl. Bankarnir greiddu félagsmönnum SÍB ekki 3% grunnkaupshækkun, sem greiðast áttí frá og með 1. júlí 1979, sam- kvæmt samningunum frá 1977, og grund- völluðu þessa ákvörðun sína á Olafs- lögum. I lögunum var gert ráð fyrir, að um frekari grunnkaupshækkanir mættí semja. SIB ritaði því samninganefnd bankanna bréf hinn 15. maí 1979 þar sem óskað var eftír viðræðum um þessi mál. Engin svör bárust frá samninganefnd bankanna, þrátt fyrir margítrekaðar kröfur um viðræður, m.a. í bréfum 15/5, 12/6 og 3/7 1979. Fyrstí samningafundur aðila var hald- inn 19. september 1979. Á þeim fundi tjáði samninganefnd bankanna SÍB, að með tillití tíl launastefnu ríkisstjórnar-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.