Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 16

Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 16
32.þing þeir Jón Ormur Halldórsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðmundur G. Þór- arinsson. SIB tilnefndi Böðvar Magnús- son, Svein Sveinsson og Vilhelm G. Krist- insson í nefndina af sinni hálfu. Einn fundur hefur verið haldinn í nefndinni. Þar boðuðu fulltúar ríkis- stjórnarinnar víðtæk samráð við samtök launamanna á næstunni. Megi guð láta gott á vita. í desember 1979 skrifaði SÍB bréf til BSRB, BHM, ASÍ og Farmanna og fiski- mannasambands íslands, þar sem vísað var til reglubundinna funda þessara sam- taka nokkrum árum áður, þar sem skiptst var á fréttum og bornar saman bækur um margvísleg efni. I bréfinu stakk SÍB upp á að samtökin tækju upp að nýju þess konar fundahöld. Undirtektir voru jákvæðar og snemma á árinu 1980 var fyrsti fundurinn haldinn. Síðan hafa fundir sem þessi verið haldnir reglulega. Verkfall Fyrsta allsherjarverkfall Sambands íslenskra bankamanna stóð dagana 8. til 12. desember 1980. Óhætt er að fullyrða, að aðgerðir þessar hafi verið mikilvægur prófsteinn á skipulagningu og samstöðu félagsmanna samtakanna. Mikill fjöldi bankamanna tók virkan þátt í verkfalls- starfinu og sýndi vilja sinn í verki á annan hátt. Fræðslustarf Eitt af þeim forgangsverkefnum, sem stjórn SIB setti sér í upphafi starfstímans var að efna til framhaldsnámskeiðs fyrir trúnaðarmenn sambandsins. Námskeið þetta hafði verið alllengi á döfinni hjá fyrri stjórn sambandsins, en hafði hins vegar ekki orðið af ýmsum orsökum. Vegna kjaramála, sem tekið hafa veru- legan tíma á starfstímabilinu varð ekki af þessu námskeiði fyrr en í febrúar 1981. Námskeiðið var haldið að Hótel Heklu í Reykjavík dagana 23. til 27. febrúar og tóku 40 trúnaðarmenn og stjórnarmenn starfsmannafélaga þátt í því. Stjórnin telur ntikilvægt, að áfram verði unnið að þróun og mótun framhalds- námsins fyrir trúnaðarmenn og veita þeim þannig nauðsynlegan undirbúning undir störfin á vinnustað. Vornámskeið fyrir nýja trúnaðarmenn og stjórnarmenn í starfsmannafélögunum voru haldin bæði árin, 1979 og 1980, í júnímánuði. Dagskrá var með hefð- bundnu sniði. I nóvember 1979 efndi sambandið til nokkurra kvölda námskeiðs í ræðu- mennsku, Framsögn og fundastjórn að Laugavegi 103. Leiðbeinendur voru Tryggvi Þór Aðalsteinsson, fræðslufull- trúi MFA og Baldvin Halldórsson, leikari. Um 20 félagsmenn tóku þátt í námskeið- inu. Um miðjan febrúar var haldinn fræðslufundur um skattamál. Veittar voru leiðbeiningar um útfyllingu nýju framtals- eyðublaðanna. Leiðbeinandi var Jón Guð- mundsson, skrifstofustjóri hjá ríkisskatt- stjóra. Fundurinn var fjölmennur. Þá var einnig í febrúar 1980 efnt til fræðslufunda fyrir trúnaðarmenn um að- búnað og hollustuhætti á vinnustað. A fundinum kynnti Harald Holsvik, heil- brigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti ríkis- ins, sænskt fræðsluefni um þessi mál. Fundinn sóttu yfir 50 trúnaðarmenn. Ráðstefnur Dagana 16. og 17. október 1980efndiSÍB til ráðstefnu um meðákvörðunarrétt að Hótel Loftleiðum í Reykjavík. 40 fulltrúar frá 10 aðildarfélögum SIB tóku þátt í ráð- stefnunni. Markmið hennar var þríþætt: 1) Að fræða þátttakendur um þróun þessara mála hjá bankamönnum á Norðurlönd- unt. 2) Að ræða stöðu íslenskra banka- manna í þessum efnum. 3) Að undirbúa stefnumótun er varðar meðákvörðunar- rétt, fyrir næsta þing SIB. Ove Hygum Andersen frá Sambandi starfsmanna danskra sparisjóða og Fredrik Ihlen jr. frá norska bankamanna- sambandinu voru fengnir sem fyrirlesarar á ráðstefnunni. Þeir ræddu um stöðu og þróun þessara mála á Norðurlöndum og svöruðu fyrirspurnum. Drjúgur hluti ráð- stef nunnar fór í hópstarf og umræður. Ráðstefnan skilaði niðurstöðum, sem m.a. eru birtar í Bankablaðinu 1980 og verða væntanlega notaðar sem grunnur að stefnumörkun SIB í meðákvörðunarrétt- armálum. Ráðstefna þessi var undirbúin af þriggja mann nefnd, sem í áttu sæti: Benedikt E. Guðbjartsson, Björn Tryggvason og Kristín Jónsdóttir. Starfsemi NBU Starfsemi NBU hefur veriðöflug á síðustu tveimur árum. Forseti samtakanna er nú Gustaf Setterberg, formaður Sænska bankamannasambandsins, en hann var kjörinn forseti á þingi NBU, sem haldið var í Helsinki í Finnlandi í september 1980. Hann tók við af Birte Brandt frá Danska bankamannasambandinu, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. I stjórn Norræna bankamannasam- bandsins sitja þrír fulltrúar frá hverju að- ildarsambandi, nema SIB, sem á einn full- trúa í stjórninni. Arni Sveinsson sat í stjórninni fyrir hönd SIB, þar til hann lét af störfum fyrir SIB vegna nýrra starfa síðla árs 1980. Sæti hans í stjórn NBU tók Sveinn Sveinsson. Varamaður beggja var Vilhelm G. Kristinsson. Stjórnarfundir hafa verið tveir til þrír á ári. Nokkrar fastar nefndir starfa á vegum NBU. Fyrst má nefna nefnd „kontakt- manna“ NBU, en í henni eiga sæti fram- kvæmdastjórar norrænu sambandanna hver í sínu landi. Vilhelm G. Kristinsson er fulltrúi SIB í þessari nefnd, sem kemur saman að jafnaði þrisvar á ári. Meginverk- efni þessarar nefndar er að undirbúa stjórnarfundi NBU, vinna álitsgerðir og tillögur sem stjórn NBU tekur síðan til umfjöllunar og vinna að ýmsum sérverk- efnum fyrir stjórn sambandsins. Fræðslunefnd NBU hefur starfað mikið undanfarin ár. Fulltrúi SIB í nefndinni síðasta starfsfimabil hefur verið Benedikt E. Guðbjartsson. Nefndin hefur m.a. und- irbúið og staðið að samnorrænu uámskeiði

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.