Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 15

Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 15
15 32. þing þar með röskun á gerðum kjarasamning- um. Önnur atriði eru mjög óljós og stefn- an í heild þokukennd og óáreiðanleg. Að ofansögðu er ljóst, að stjórn Sam- bands íslenskra bankamanna leggst gegn bráðabirgðalögunum og telur þau ekki fela í sér iausn á aðsteðjandi vanda. Stjórn sambandsins áskilur sér allan rétt til að- gerða í þessu sambandi og bendir í því sambandi á rétt sinn skv. ákvæðum kjara- samninga, til endurskoðunar á kaupliðum samninganna, verði gerðar breytingar á umsaminni vísitölu, svo og rétt til endur- skoðunar á launalið skv. 4. gr. samkomu- lags um kjarasamninga félagsmanna SIB. Að lokum vill stjórn Sambands íslenskra bankamanna lýsa vanþóknun sinni á yfir- lýsingum stjórnvalda um samráð við launamenn, sem ævinlega reynast orðin tóm“. Nýjar viðræður Með kjaradómi í máli BHM og fjármála- ráðherra um áramótin, viðaukasamning- um BSRB og fjármálaráðherra í kjölfar þess dóms, og loks á grundvelli útreikn- inga og upplýsinga um niðurstöður ASI samninganna í vetur, sem birtar hafa verið að undanförnu, taldi stjórn og samninga- nefnd SIB ástæðu til að óska nýrra við- ræðna við bankana um kjaramál. Þetta var gert með ályktun og bréfi dags. 10. febrú- ar 1981 og var þar vitnað til réttar SIB til viðræðna um launalið sem tryggður er með 4. gr. samkomulags um kjarasamn- inga félagsmanna SIB. Ekkert svar barst við þessu bréfi og á fundi stjórnar og samninganefndar SIB hinn 4. mars var enn samþykkt ályktun sem send var samninganefnd bankanna og öllum bankaráðsmönnum, en sú ný- breytni var tekin upp hjá SIB að senda bankaráðsmönnum ýmsar upplýsingar um hagsmunamál bankamanna. I kjölfar þess bréfs var síðan haldinn sameiginlegur fundur samninganefnd- anna hinn 11. mars 1981. A þessum fundi lagði SIB fram skriflega kröfugerð, sem rökstudd var á fundinuin. Að því búnu kvaðst samninganefnd bankanna þurfa frest til að íhuga rnálið. Svarið barst síðan skriflega hinn 20. mars. SIB mótmælti þessu svari kröftug- lega og taldi það fela í sér útúrsnúninga og afbökun á málflutningi og röksemdum SIB. Þess var síðan krafist, að málinu yrði skodð til gerðardóms. Þannig stóð málið, er skýrsla þessi var búin til prentunar. Eftirtaldir áttu upphaflega sæti í samn- inganefnd SIB: Arni Sveinsson, form., Böðvar Magnússon, Sveinn Sveinsson, Jóhanna Ottesen, Helgi Hólm, Kjartan Ó. Nielsen og Vilhelm G. Kristinsson. Nokkrar breytingar voru síðan gerðar á nefndinni, m.a. vegna íjarveru nefndar- manna af landinu, brottflutnings út á land, auk þess sem á síðari stigum þótti rétt að stækka nefndina. Var það gert með samþykki mótaðila og sáttasemjara ríkis- ins. 12. desember 1980, við undirritun samninga, áttu eftirtaldir sæti í samninga- nefnd SIB: Sveinn Sveinsson, form., Böðvar Magnússon, Kjartan Ó. Nielsen, Helgi Hólm, Hinrik Greipson, Birgir Jónsson, Benedikt E. Guðbjartsson, Jóhannes Magnússon, Dóra Ingvarsdóttir og Villielm G. Kristinsson. Fyrir bankana unnu eftirtaldir að samn- ingagerð: Björgvin Vilmundarson, form., Hannes Pálsson, Armann Jakobsson, Bjarni Guðbjörnsson, Pétur Erlendsson, Guðmundur Hjartarson, Baldvin Tryggvason, Guðmundur Agústsson, Ari Guðmundsson, Reynir Jónasson og Þór Gunnarsson. I ríkissáttanefnd áttu lengst af sæti þeir Vilhjálmur Hjálmarsson, form., Hrafn Magnússon og Jón Erlingur Þorláksson. Opnunartímamálið Annar áfangi opnunartímabreytingar- innar kom til framkvæmda hinn 1. september 1979. Breytingin fól í sér að opið var á öllum afgreiðslustöðum klukk- an 9:15 til 16:00 alla daga frá mánudegi til föstudags og ennfremur var innlánsstofn- unum heimilt að hafa opið á fimmtudög- um klukkan 17:00 til 18:00. Þessi áfangi var framkvæmdur, svo sem hinn fyrri, án þess að bankamenn væru hafðir með í ráðum. Stjórn SIB mótmælti ítrekað þessari málsmeðferð, og slíkt hið sama hafði fyrri stjórn' sambandsins gert við fyrri áfanga breytingarinnar. Stjórn SIB fylgist náið með framvindu málsins í starfsmannafélögunum og voru m.a. haldnir sérstakir formannafundir um málið. A formannafundi hinn 20. september 1979 var samþykkt tillaga þess efnis, að fundurinn beindi því til starfsmannafé- laganna að reyna að ná fram samningum við viðkomandi banka- og sparisjóðs- stjórnir um málið. Félag starfsmanna Landsbanka Islands hafði þá skömmu áður náð samkontulagi við bankastjórn Landsbankans um opnunartímamálið. Það santkomulag fól í sér greiðslu fyrir yfirvinnu, sem til kynni að falla vegna breytingarinnar, m.a. Ekki er unnt að telja, að meiriháttar vandamál hafi risið vegna breytingarinnar 1.9.1979 og smærri vandamál hafi fiest verið leyst. Hins vegar varð ljóst af þessum breytingum og því, hvernig að þeim var staðið, að gera þurfti róttækar breytingar á grein 12.1.1. í kjarasamningi SIB og bankanna. Grein þessi varð því löngum meginumræðuefnið í samningaviðræðum þeim sem í hönd fóru. Breyting varð á greininni í samningunum frá 3. október, sem felldir voru, og síðan aftur í samning- unum frá 15. desember. Telja má, að góðum áfanga hafi verið náð í þessum efnum, þó að enn skorti tals- vert á, að full réttindi séu tryggð. Samráð Hinn 12. febrúar 1981 barst SÍB bréf frá forsætisráðuneytinu, þar sem óskað er til- nefningar í samráðsnefnd við stjórnvöld. Af hálfu ríkisstjórnarinnar voru tilnefndir

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.