Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 27

Bankablaðið - 01.09.1981, Blaðsíða 27
27 ■--------------- ... OG HINS SÆNSKA Svenskii Bankmannat'örbundet Knud Cliristiansen, DSJL, Fritz P. Johansen, NBF, og Henning Diemar, DBL, sletta úr klaujunum ejtir Ijúffengan miOdegisverð. störf og útkomu þingsins, PANKKITO- IMIHENKILÖLIITTO hafið þökk fyrir ánægjulega daga í Finnlandi 18.—20. maí. Að þingi finnska bankamannasam- bandsins loknu var ekið beint út á Helsinkiflugvöll og stefnan tekin á Gautaborg, þar sem þing sænskra banka- manna fór fram dagana 21.—23. maí á Svenska Mássan í Gautaborg. Kl. 10.00 að morgni 21. maí var stormað niður á Svenska Mássan, þar sem þing sænskra bankamanna var sett af formanni sænska sambandsins, Gustaf Setterberg. Þing- fulltrúar hér 134 að tölu voru mættir ásamt gestum frá öllum norrænu banka- samböndunum og gestum frá FIET og BIFU ásamt fjölda sænskra gesta. Það sem vakti athygli mína hér var hið gífur- lega magn tillagna og ályktana sem fyrir þinginu lágu og átti ég erfitt með að ímynda mér, að allt þetta yrði afgreitt á aðeins þrem dögum. Tillögurnar sem fyrir Iágu voru alls 76 og spönnuðu öll mál sem hugsanlega snerta bankamenn, svo sem launa- menntunar- meðákvörð- unar- og tölvuvæðingarmál. Þingið hófst með hefðbundnum þing- störfum, skýrslu stjórnar og gjaldkera og síðan var liðinu skipt í hópa til að af- greiða tillögur og ályktanir. Gestum var boðið í skoðunarferð um Gautaborg og um kvöldið var boðið til kvöldverðar á Hótel Windsor og síðan var Lyseberg, sem er Tívolí þeirra í Gautaborg, skoðað. Morguninn eftir héldu þingstörf áfram, en gestum var boðið í rútuferð til Tjolöholms Slott, sem er mjög falleg greifahöll, skammt frá Gautaborg og síðan var skoðað næsta nágrenni Gauta- borgar. Um kvöldið var boðið til hátíðarkvöld- verðar á Svenska Mássan og þar stiginn dans fram eftir nóttu. Kl. 9.00 að morgni 23. maí hófustþing- störf að nýju og voru tekin til afgreiðslu þau mál, sem óafgreidd voru frá deginum áður. Af þessum 76 tillögum er erfitt að greina frá í stuttri grein sem þessari, en margar tillögumar snertu laun og fór mikil umræða fram um nýgerðan kjara- samning, sem undirritaður hafði verið nokkmm dögum fyrir þingið og hafði í för með sér 9 til 10% launahækkun sænskra bankamanna, en tii þess að ná því fram fóm sænskir bankamenn í þriggja daga verkfall. Að öðm leyti vísa ég til blaðs sænskra bankamanna BANKVÁRLDEN nr. 5/1981 til frekari upplýsinga fyrirþá sem áhuga hafa. Gustaf Setterberg var endurkosinn for- maður sænska bankamannasambandsins SBm.f., til næstu tveggja ára. SVENSKA BANKMANNAFOR- BUNDET, takk fyrir ánægjulega daga í Gautaborg 21. til 23. maí. Hinrik Greipsson Hluti erlendu gestanna áJinnska þinginu ræða við Kaj Óhman, stjómarmann í Ptl t skoOunarferOinni.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.