Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 19

Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 19
L Átthagafræði Seðlabankans á nýja staðnum Við litlu víkina, þar sem öldur norð- austanáttarinnar lemjast upp að Austur- garði og Skúlagötu og Kolbeinshaus reynir að brjóta brimið, þar mun Seðla- banki íslands reisa mikla stjómstöð fyrir íslenskt bankakerfi og efnahagslíf. Stað- urinn lætur lítið yfir sér og fæstir vita, sem leið eiga um, að óvenju fjölbreytileg og merk saga hefur hér gerst. Þar sem við í Bankamannaskólanum þurfum oft að ræða málin í sögulegu samhengi, hverfum við iðulega aftur í tímann í samræðum okkar í kennslu- stundum. En íslensk bankasaga er mjög stutt, aðeins 100 ár. Við söknum þess að geta ekki rakið hana lengra aftur. Nú ber aftur á móti svo vel í veiði, að höfuð- stofnun bankakerfisins verður sett niður á þennan sagnaríka stað, þannig að með því að tengja bankasöguna við átthaga- fræði Seðlabankans á nýja staðnum, má rekja þráðinn langt aftur og spinna hann gegnum alla helstu viðburði sögu okkar og alla þætti atvinnulífs okkar. „Þar fornar súlur flut’á land“ Einn sérstæðasti og þjóðlegasti at- burður landnámsins er tengdur öndvegis- súlum Ingólfs og hvemig hann fól goð- unum í hendur örlög sín. Svo segir í Landnámu: „Vífill og Karli hétu þrælar Ingólfs. Þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna . . . Fundu þeir öndvegissúlur hans við Arnarhvál fyrir neðan heiði . . . Ingólfur tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið. Hann bjó í Reykjavík”. Fáar þjóðir eiga sér slíkan fjársjóð sem Landnáma er með svo skýrar lýsing- ar á uppruna sínum og landnámi. Það er einstætt, að þar sem fyrsti landneminn byggði sér bólstað skyldi mörgum öldum síðar rísa höfuðborg landsins. Staðurinn sem goðin völdu með þessum sérstæða hætti hlýtur því að vera stórmerkur. Arni Óla, sá afkastamikli rithöfundur um sögu höfuðborgarinnar, vildi meina. að Arnarhváll sá, sem Landnáma til- greinir, sé ekki hóllinn, sem nú heitir Arnarhóll og stytta Ingólfs stendur á, heldur nokkuð hár klettur, sem gekk fram í sjóinn í norðvestur frá hólnum. Kletturinn var með hömrum í sjó fram, en teygði sig svo upp í holtið fyrir austan með sendnar fjörur til beggja handa. Þessi klettur hét í upphafi Amarhváll, en eftir býli, sen nafn tók af þessu áberandi kennileyti, var reist á nærliggjandi hól, hafi örnefnið færst til af klettinum og yfir á hólinn og síðar breyst í Amarhóll. Ör- nefnið Arnarhváll var svo ekki notað lengur og kletturinn nafnlaus um tíma. Að lokum fékk hann svo nafn af bænum og var kallaður Arnarhólsklettur. Slík nafnatilfærsla er þekkt frá öðrum stöð- um á landinu. Nafnlaus eða rangnefndur fékk hváll- inn að standa óáreittur um aldir, að öðru leyti en því að krappar öldur skullu þar á og svettust yfir holtin, þegar hann hljóp upp með útnyrðing á Flóanum. Býlið Arnarhóll Ekki er vitað hvenær Arnarhólsjörðin hlutaðist út úr landnámsjörðinni, en snemma á miðöldum var þar kominn bær, sem land átti frá læknum í kvosinni meðfram fjörunni austur að Rauðarár- vt'k og eitthvað suður í Þingholtin, rétt þar sem Bankastrætið er nú. Stundum var lækurinn kenndur við þennan bæ og kallaður Arnarhólslækur. Á sextándu öld eignaðist Viðeyjarklaustur jörðina og sem kirkjujörð kemst hún undir kon- ung við siðaskiptin. Fyrsta húsið í þorp- inu Reykjavík, sem byggt var fyrir aust- an læk og í landi Amarhóls var tukthúsið (1764), sem nú hýsir forsætisráðherrann. Næsta hús þar á eftir var flutt utan af landi og sett niður þar sem Samvinnu- bankinn er í dag. Núverandi nafn sitt fékk þetta stræti vegna húss sem byggt var í brekkunni næst fyrir ofan tukthús- ið, einni öld síðar, Landsbankahúsið. ís- lensk bankasaga hefst því í raun í landi þessa býlis. Búskapurinn gekk fyrir sig á Arnar- hóli á sama hátt og annars staðar á þessu harðbýla landi. Búsmalinn gekk til beit- ar í holtunum og mýrarflákunum sem í milli voru. Um sláttinn hefur þarna stað- ið fólk á teig, þurrkað hey sitt í flekkjum og flutt í hlöðu. Kringum bæjarhúsin efst á hólnum sléttuðu menn lítið tún, sem stækkaði nokkuð er aldir liðu, jafn- hliða því sem holtin blésu upp. Þama hefur sennilega aldrei verið rekinn neinn stórbúskapur, hvorki með mörgum hjú- um né með miklu umleikis, heldur frekar dæmigerður fjölskyldubúskapur, eins og hann var víðast stundaður. Snjóavetur Rcykiuvik um IRVi, Skunxinn ycnyur frum i vikinu fvrir nmiri invml. 19

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.