Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 15

Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 15
réttlæta fjármagnsþörf viðkomandi árs/tímabils. Með þessari aðferð fer fram endurskoðun á markmiði og starfi hverrar einingar. Að framan hafa verið raktir ýmsir þættir tengdir áætianagerð. í fram- haldi af því er rétt að víkja lítils hátt- ar að æskilegu upplýsingakerfi, til að auðvelda áætlanagerð og bæta enn- frekar árangur hennar. Upplýsingastreymi Stuðla ber að, sem árangursrík- asta upplýsingakerfi innan bankans. Til þess þurfa upplýsingar að berast hindrunarlaust milli staða. Allar upplýsingar verða að vera skiljan- legar fyrir þá sem þær nota. Þetta er ekki hvað síst mikilvægt, ef upplýs- ingar tengjast lykilmarkmiðum stofnunarinnar. Þetta upplýsinga- flæði er grunnurinn að ákvarðana- töku yfirmanna, þar sem þeir byggja ákvörðun á niðurstöðum aðfeng- inna skýrslna. Eftirtalin atriði skal leggja áherslu á, þegar unnið er að upplýsingasöfnun og úrvinnslu þeirra. a) Upplýsingagildið: Tími yfirmanna er dýrmætur, því ber að forðast margbrotnar og flóknar talnaupplýsingar. Byggja meira á hnitmiðuðum skýrslum, að því marki sem hentar stjórnendum hverju sinni. Upplýsingastreymið verður að vera í sem samþjöppuð- ustu formi. Draga úr lítilvægum upplýsingum á leiðinni frá upp- sprettu til áfangastaðar (stjóm- enda). b) Stjórnunarlegt mat: Hin réttu stjórnunaráhrif fást með réttu mati á skýrslum og öðrum upplýsingum. Þær verða því að vera sem ábyggilegastar. Þess vegna þarf fyrst af öllu að sannreyna sannleiks- gildi upplýsinga, áður en skýrslu- gerðin (áætlanagerðin) hefst. c) Verkleg áhrif: Upplýsingar verða að vera not- hæfar. Lítið gagn er að safna massa upplýsinga, ef þær tengjast lítið sem ekkert viðfangsefninu. Þrátt fyrir það er rétt að benda á mismundandi möguleika. Út frá því er auðvelt að meta afleiðingar ýmissa valkosta. d) Nákvæmni: Upplýsingar eru ýmsum breyting- um háðar. Einkum eru ytri áhrif margvísleg og mismunandi. Efna- hagslegar sveiflur, til að mynda, eru sjaldnast eftir ákveðnum regl- um. Mótun kerfisins verður að taka til greina hugsanlega þróun, svo að nálgunin við raunveruleikan verði raunhæfari. Ofangreind atriði stuðla að teng- ingu stjórnenda og skipulagsins í heild. Yfirmenn eru því ávallt með í verkrásinni. Þátttaka þeirra gefur þeim innsýn í ríkjandi kerfi. Þetta auðveldar þeim að koma á breyting- um,ef þörf krefur. Auk þess er vel skipulagt upplýsingastreymi óhjá- kvæmilegt, til að stuðla að góðum árangri í áætlanagerð. Hún verður auðveldari, þar sem treyst er á snurðulaust upplýsingaflæði. Niðurstöður. Hér að framan hafa veirð raktir nokkrir punktar varðandi áætlana- gerð. Hafi áætlanagerð ekki verið gerð áður kallar hún á uppskurð ríkjandi skipulags. Þessu fylgir óhemju vandasöm og nákvæm vinna. Vert er að gera sér í upphafi grein fyrir öllum möguleikum. Fyrir alla muni ber að varast ofhleðslu í skipulaginu. Virkja skal góðar hug- myndir og gefa vinnuhópum mögu- leika til að hafa áhrif á gang mála. Samræma verður hugmyndir og að- laga þær væntanlegu kerfi. Með þessu verður skipulag, sem höfðar til áætlanagerðarinnar styrkt, en það sem álitið er í mótsögn við hana er fellt út. Vitneskjan um þá röskun, sem orðið getur af ófyrirséðum og óvæntum atburðum hlýtur að marka uppbyggingu áætlanagerðarinnar. Þetta krefst þess að mögulegt verði með einhverjum hætti, að bregðast rétt og fljótt við þess háttar atvikum. Þess vegna er mikilvægt aðstyðjast við kerfi auðfenginna upplýsinga, sem auðvelt er að túlka, og stríðir ekki gegn eiginleika skjótra við- bragða. Guðjón Skúlason, Landsbanka Island. landsmönnum öllum ra jóla árs og friðar. viðskiptin á liðnum um land allt. 15

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.