Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 24
Herskip skjóta heiðursskotum út af Kolbeinshaus um aldamótin, um það leyti sem skútuöldin var
að líða undir lok. Laxanet liggja útfrá Kolbeinshaus.
einmitt þarna um. Hann fékk þá nafnið
Kalkofnsvegur, sem er nafn götunnar
enn í dag. Þetta var mikil framkvæmd á
þeirra tíma mælikvarða, ekki síst af því
að hún var að mestu fjármögnuð með
einkafé Eggerts. Reksturinn varð þó
aldrei stórvægilegur, enda markaður þá
lítill innanlands fyrir kalk og steinlím,
því enn byggðu menn mest úr torfi eða
timbri. Bjöm Kristjánsson kaupmaður,
sem lengi var bankastjóri Landsbank-
ans, vann sem ungur maður í námunni í
Esjunni og fylgdist því með framvindu
mála. Seinna kenndi hann því um, að
reksturinn var látinn niður falla, að fyrir-
tækinu hefði bæði skort rekstrarráðgjöf
tæknimanna og fjárhagsaðstoð banka,
en hvorki voru til í landinu verkfræðing-
ar né var Landsbankinn enn stofnaður.
Aðeins liðu þó örfá ár, þar til ráðin var
bót á hvort tveggja.
Seðlabankinn kemur því til með að
standa við þær tvær götur sem helst eru
tengdar iðnaði og íslenskum athafna-
mönnum og er skemmtilegt til þess að
hugsa. Pað tók okkur nokkra manns-
aldra að taka við atvinnulífinu úr hönd-
um Dana. Dæmi eru mörg um fullhuga á
nítjándu öldinni, sem byggðu víða á
landinu upp þróttmikil fyrirtæki af ýmsu
tagi, þó flest hafi verið tengd verslun og
útgerð. An framtaks slíkra athafna-
manna hefðum við ekki rétt svo fljótt úr
kútnum á þessum árum, sem raun ber
vitni.
Verklegar framkvæmdir
Með vaxandi flutningum og fiskiskipa-
útgerð í Reykjavík, jókst þörfin fyrir
góða höfn, því í stórviðrum slitnuðu
skipin oft upp, sem stundum leiddi til
stórslysa (Ingvarsslysið). Ákjósanlegt
var að koma upp hafskipabryggum til að
auðvelda uppskipun og útskipun. Eftir
að gufuskip fóru að venja komur sínar
hingað uppúr aldamótunum varð þörfin
enn brýnni.
Fyrstu verkfræðingamir sem hér störf-
uðu voru fljótir að finna besta staðinn
fyrir hafskipabryggju, einmitt við Batt-
aríið, þar sem aðdýpi var mjög mikið.
Það var Sigurður Thoroddsen, sá merki
verkfræðingur, sem fyrstur benti á þessa
möguleika, en nafns hans ber jafnvel enn
á góma í okkar stærstu verklegu fram-
kvæmdum í dag.
Sigurður vildi að rétt austan við Batt-
aríið kæmi einn af þrem skjólgörðum
fyrir höfnina, Austurgarðurinn og við
hann yrði leg fyrir stærstu kaupskipin,
sem til landsins kæmu. Ráðum hans var
fylgt, þegar höfnin var byggð á árunum
kringum 1913. Þá var grjót sprengt í
Osk juhlíðinni og flutt í járnbrautarvögn-
um á eftir emjandi eimvagni gegnum bæ-
inn. Teinamir að austurgarðinum lágu
einmitt þar um sem vestasti hluti Skúla-
götunnar er nú. Þó að við íslendingar
höfum stigið yfir jámbrautarstigið í sam-
göngum, þá var þessi eina lest notuð til
þessa eina brúks og hún lá einmitt á þeim
stað sem Seðlabankinn mun byggja sitt
mikla hús. Þarna var iðnbyltingin loks að
koma til íslands.
Þessar miklu framkvæmdir vöktu að
sjálfsögðu athygli í bænum sakir þess
hversu mikil tækni var notuð og hversu
mikið menn sáu eftir liggja. Enda vom
þetta með mestu verkefnum sem lands-
menn höfðu lagt í og vom einkennandi
fyrir önnur sem á eftir komu. Þær sýndu
mönnum að ekki er bæði sleppt og hald-
ið, að fylgjast með á framfarabrautinni
og auka á velsæld og hagvöxt og samt
halda öllu óbreyttu og óskemmdu. Batt-
aríið var nú orðið í veginum fyrir þessum
stórframkvæmdum og var því eitt það
fyrsta sem sprengt var upp og Amarhváll
þar með sléttaður út, fyllt upp fyrir fram-
an hann og seinna varð þar mikið kola-
port.
Kolakraninn stóð seinna þama á
bakkanum, tignarlegt tækniundur þegar
kol voru meginorkugjafi til sjós og lands
og geymd í hundraða tonna vís ofan á
leyfunum af Amahváli. Þegar olían tók
við af kolunum eftir nokkra áratugi,
hurfu kolabingimir og Kolakraninn, at-
hafnarými jóks við Ingólfsgarðinn og
svipur hafnarinnar fríkkaði.
Á stríðsárunum vom engin hervirki
reist þarna, en umferð hermanna og her-
gagna var mikil. Herinn sem tók að sér
að verja land okkar i' þeim mikla hildar-
leik, hafði hér töluvert umleikis, byggði
sér vöruskemmur og setti á land miklar
vistir og varning við Ingólfsgarðinn. En
fallbyssustæði var hér ekkert.
Nýi tíminn
Svo var það rétt fyrir kreppuna miklu
að mönnum fannst ástæða til að hefja
framleiðslu á betri ís, en unnt var að fá af
Tjörninni í Reykjavík, fyrir togaraflot-
24