Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 20
og grasleysissumur hafa gengið yfir þessa
sveit sem aðrar.
Snemma settu kaupmenn sig niður
ekki langt hér frá, í Hólminum vestan við
Víkina og seinna fluttu þeir búðir sínar
upp á malarkambinn ísjálfri Víkinni, þar
sem Hafnarstræti er í dag og Seðlabank-
inn hefur aðsetur nú. Ef að líkum lætur
hafa bændur í kaupstaðarferð haft farar-
skjóta sína í haga hjá bóndanum á Arn-
arhóli og oft verið gestkvæmt þar, eftir
að bærinn komst í þjóðbraut, við vöxt
þorpsins í kvosinni. Tvö kot urðu til í
norðurjaðri Arnarhólsjarðarinnar, Arn-
arhólskot upp af klettinum og Sölvhóll
nokkuð austar. Snemma á síðustu öld
(1828) var Arnarhóll sjálfur aðeins tóftir
einar, sem þóttu ti! prýði fyrir danska
kaupmannabæinn og var þá jafnað yfir
allt, svo að engin ummerki sáust eftir.
Pannig byrjaði borgin einmitt þama
að flæða út yfir umhverfi sitt, brjóta
undir sig gömul býli og drepa búskapinn í
dróma. Lengst varbúiðíSölvhóli, þurra-
búðarmenn sem sóttu atvinnu niður á
mölina.
Ekki var lengi búið í Arnarhólskotinu
Sölvhóll, sem Sölvhólsgatan erkennd við.
Bílageymsluhúsið verður í túnjaðrinum hjá
þessu gamla tómthúsi.
á klettinum, sennilega hefur þótt þar
of áveðurs og særót of mikið og harð-
balinn á holtinu í kring verið of rýr.
Seðlabankabyggingin mun standa á
löndum þessara tveggja kota og hún
verður jafn áveðurs og atast særoki ekki
síður en torfbæirnir, sem þar stóðu fyrr-
um.
Verstöðin við Amarhóls-
klettinn
Gullkistan úti á Faxaflóanum og fisk-
ið á grunnsævi út með öllum ströndum
hélt Iífi í fólkinu, sem hér bjó, en ekki
búskapurinn. Vermenn komu úr fjar-
lægum héruðum til Suðurnesja, sem
voru annáluð um allt land fyrir veiði-
skap. Seltjarnarnesið, ,,lítið og lágt“,
sem náði lengi allt inn að Elliðaám, var
eitt af þeim fengsælu Suðumesjum, og
því með margar verstöðvar.
Við Arnarhólsklettinn vom tvær varir
nokkuð góðar, sín hvom megin, þannig
að menn gátu lent bátum sínum eftir því
hvernig vindur stóð og fengið hlé af
Klettinum. Þaðan sóttu Arnarhólsbænd-
ur sjóinn og sóttu hann stíft, því jarð-
næðið var lítið. Þeir tóku upp báta sína
og höfðu í nausti á malarkömbunum við
Klettinn, gerðu þar að afla sínum og
skiptu hlut. En þeir vom ekki einir um
hituna.
Þess er getið í Jarðabók Árna og Páls,
að „kongusskip hafi hér stundum geng-
ið, aldrei fleiri en þrjú fjögurramannaför
í senn, en jafnan eitt“. Bóndinn á Arn-
arhóli þurfti að hýsa skipshafnirnar, ,fyr-
ir ekkert nema soðningarkaup“. Svo að
oft hefur verið mannmargt á bænum
þeim um vertíðina. Og önnur kvöð var á
Arnarhólsbændum, sú að ferja embætt-
ismenn konungsins yfir í Viðey eða jafn-
vel upp á Kjalarnes, hvenær sem þurfa
þótti. Það voru því bæði frjálsir menn
sem „konungsins þénarar", sem leið
áttu um vörina við Arnarhvál.
Þannig var um aldir mikil útgerð
stunduð frá vör þessari og athafnasemi á
stundum töluverð. Héðan réru menn til
fiskjar á opnum bátskænum sínum,
lönduðu afla sínum og gerðu að. Öld-
urnar hafa því oft þurft að skola slori af
klöppunum og velkja hlunnun í fjör-
unni, við Klettinn, sem nú er hulinn mal-
biki og götusteinum.
Hundadagaskansinn
Svo var það einn bjartan júnídag
snemma á nítjándu öld (1809), að stór-
veldapólitíkin barst til þessarar friðsælu
eyjar á útjaðri hins byggilega heims, þeg-
Jörgen Jörgensen, sjátfsmynd.
..ALVEG ÆÐI!
Maturínn tslbúinn strax
LITTON
örbylgjuofn
Litton örbylgjuofninn er bandarísk völundarsmíð með tölvuminni og snerti-
rofum. Þú getur alfryst, hitað, steikt og haldið matnum heitum.
Auðvelt að hreinsa og fljótlegt að clda, auk þess eyðir ofninn 60-70% minna
rafmagni en eldavél. Það er ekki spurning um hvort þú kaupir örbylgjuofn -
heldur hvenær.
Skipholti 7 símar 20080 —
20