Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 9

Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 9
liðanámskeið, sem standa að jafnaði í rúma tvo mánuði, með tveggja tíma kennslu hvern vinnudag. Að lokum skal hér getið bókunar, sem er einskonar viðbót við kjara- samning starfsmanna bankanna. Er það bókun nr. 6 1. mgr. sem hljóðar þannig: ,,SamningsaðiIar eru áfram um að við undirbúning frekari tölvuvœð- ingar í bankakerfinu verði hugað vel að þjálfun og endurhœfingu starfsliðs og fái S.l.B. aukið svigrúm til að móta þjálfunarstarfið í samstarfi við Bankamannaskólann. “ Af bókun þessari má draga þá ályktun, að báðum aðilum sé um- hugað um að starfsmenn fái góða þjálfun og endurhæfingu, þegar tek- in er í notkun ný tækni í bankaþjón- ustu og bankastörfum. Þó þessi bók- un sé ekki hluti af kjarasamningi starfsmanna bankanna, verður að meta hana sem viljayfirlýsingu og stefnumótun varðandi breytta starfshætti í bönkum. Bókunin hefur því þýðingu við túlkun stefnumörk- unar í starfsþjálfunar- og fræðslu- málum bankamanna. Framangreindar hugleiðingar og tilvitnanir leiða af sér þá niðurstöðu, að stjómendur bankanna og banka- menn eru sammála um, að bank- arnir annist starfsþjálfun og fræðslu sinna starfsmanna, undir stjóm full- trúa bankanna og starsmanna, allt frá byrjun starfsferils, Skulu aðilar gefa sem flestum kost á námi við sitt hæfi, bæði er varðar starf og framtíð- armöguleika. Þá skulu allar breyt- ingar á starfsháttum undirbúnar með góðum fyrirvara og starfsþjálf- un viðkomandi starfsmanna hafa farið fram. Mótun stefnu í starfsþjálfunar- og fræðslumálum er unnin sameigin- lega af fulltrúum starfsmanna og stjómenda bankanna og á ábyrgð beggja. Tel ég mig ekki færan um að leggja mat á störf skólanefndar Bankamannaskólans síðustu árin, þar sem ég hef átt sæti í skólanefnd- inni. Tel ég nauðsynlegt að aðrir vinni það verk með því hugarfari að gagn- rýni bæti og beini störfum skólans á betri brautir, starfsmönnum og stjórnendum bankanna til hagsbóta. Að lokum fylgja hér nokkrar upp- lýsingar um starfsemi Bankmanna- skólans síðustu árin. Benedikt E. Guðbjartsson, Landsbanka Islands. 1. Dæmi um skólastarfið yfir eitt ár: Vorönn 1980: (6.900 nemendastundir) Framhaldsnám, fyrsta önn, jan-apríl, 18 þáttt. 180 stundir Gjaldeyrisnámskeið, jan, 25 manns, 20 stundir Stjómun I, jan—apríl, 15 manns, 25 stundir Tölvur I, febrúar, 30 manns, 20 stundir Tékkanámskeið, mars, 15 manns, 20stundir Sparisjóðsnámskeið, mars, 15 manns, 20 stundir Oryggismálanámskeið, apríl, 25 manns, 20 stundir Tölvur II, maí, 25 manns, 20 stundir Selfoss-námskeið (nýliðaefnið), 15 manns, 20 stundir, maí Tékkanámskeið á Akureyri, 15 manns, 20 stundir, maí Haustönn 1980: (11.300 nemendastundir) Framhaldsnámið, önnur önn, sept-des, 15 manns, 180stundir, Nýliðanám (hópar 26 og 27), 50 manns, 240 stundir, okt-des, Víxlanámskeið, 20 manns, 20 stundir Ritaranámskeið II, október, 20 manns, 20 stundir Gjaldkeranámskeið, október, 15 manns, 20 stundir Gjaldkerafundir, desember, 165 manns, 4 stundir hver hópur,alls 16 stundir Námsstefna að Hótel Esju, nóvember, 55 manns, 20 stundir 2. Próun skólans síðustu árin: 15.000 5.000 haust vor haust 1978 .979 vor haust 1980 vor haust 1981 vor 1982 áætlað UJJ = kennsla úti á landi og utan húsnæðis skólans = síðdegiskennsla = árdegiskennsla í húsnæði skólans * nemendastundir eru fengnar með því að margfalda saman fjölda þátttakenda á hverju námskeiði og kennslustunda fjöldann á sama námskeiði (próf ekki meðreiknuð). SEIKO ERÚR FR AMTÍÐARIN N AR FJÖLBREYTT ÚRVAL ÞUNNOG FÍNLEG GARÐAR ÓLAFSSON ÚRSMIÐUR - LÆKJARTORGI 9

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.