Bankablaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 13
vinnu. Vinnan verður markvissari,
auk þess ætti að vera auðveldara að
velja milli vinnuaðferða við áætlana-
gerðina, þegar umræður um alla
möguleika hafa farið fram. Undir-
búningnum má skipta í þrjá aðal
þætti. Fjórði liðurinn ((d) eftirlitið)
tengist hinum án þess að vera beinn
undirbúningur. En árangur af áætl-
anagerðinni hámarkast tæplega,
nema að virkt eftirlitskerfi sé til
staðar innan bankans. Þess ber þó
að geta, að endurskoðun á því er
nauðsynleg, ekki síður ef efasemdir
vakna um gagn þess við áætlana-
gerðina.
Lítum þá nánar á þessa þætti:
a) Stigbundin kynning á samsetn-
ingu og uppbyggingu áætlana-
gerðarinnar og hvers vegna
hennar er þörf. Tilgreina þarf
ábyrgðina á hverju stigi fyrir
sig og starfssvið hvers og eins.
Setja verður reglur um tíma-
mörk. Ný vinnubrögð skulu
kunngerð hverju sinni.
b) Athugun sem gefur til kynna
stöðu bankans, umhverfi hans
í nútíð sem framtíð og aðra
þætti, sem snúa að rekstri
hans, t.d. tækifæri og hættu-
merki.
c) Markmiðssetning um fram-
kvæmdir á fjármagnsúthlutun,
tæknivæðingu, stjórnun o.þ.h.
í þessu sambandi er vert að
íhuga viðhorf almennings til
bankarekstrarins.
d) Eftirlit á skipulagsheildinni
gagnvart rekstrinum, mark-
miðssetningu hverju sinni og
ieiðum til að uppfylla mark-
miðin.
Verklýsing er nauðsynleg hvað
varðar fyrsta þáttinn. Vinnurásinni
skal lýsa í smá atriðum. Stöðuga
endurskoðun verður að framkvæma
á vinnurásinni vegna tilfallandi
breytinga. Hún auðveldar þannig
lausn vandamála og er hjálpartæki
fyrir nýja starfsmenn. Hún styrkir
þar með áætlanagerðina sem stjóm-
tæki.
Varðandi annan liðinn, sem er
umhverfisgreining og stöðumat, þá
verður að liggja fyrir vitneskja um
aðstæður utan við sjálfan bankann og
hvernig ber að haga rekstrinum með
tilliti til þeirra. Út frá þessu eru sett-
ar fram ákveðnar forsendur og leið-
beiningar. framvindan í áætlana-
gerðinni ákvarðast síðan af þessum
forsendum. Þær byggjast meðal
annars á rannsóknum á samkeppnis-
aðstöðu, efnahagsástandi, fyrirséð-
um félagslegum og stjórnmálalegum
breytingum, tækniþróun, löggjöf og
reglugerðum. Inn í þessa mynd
mættu einnig koma hugleiðingar um
óvissu þætti. Út frá því ákvörðun um
mat á þeim, til að nálgast ennfrekar
hugsanlega útkomu.
Stöðumatið byrjar með athugun á
innri byggingu bankans, til að skil-
greina styrk og veikleika hans. Með
þessu er reynt að meta hæfni hans í
að uppfylla ákveðin markmið. At-
hugunin nær m.a. yfir stjómunar-
svið, skipulag, þjónustu, landfræði-
lega stöðu, vexti og gjaldskrá, starfs-
mannamál o.þ.h.
Markmiðssetningin er vafalaust
erfiðust í áætlanagerðinni. Vanda-
málið er að móta kerfi fyrir framtíð-
ina. í upphafi verður að gera upp-
skurð á bankanum og starfsemi
hans. Raða saman skyldum mark-
miðum. Markmiðssetningin ræðst
síðan af tilganginum hverju sinni.
Markmiðin endurskoðast reglulega,
þar sem íhugað er, hvort breytingar
á umhverfi og innri byggingu bank-
ans kalli á nýjar starfsaðferðir.
Hvað varðar eftirlitið, þá er það
ekki síður mikilvægt en áður taldir
þættir. Virkt eftirlit eykur á líkur
góðrar afkomu, auk þess má vænta
raunhæfari útkomu í áætlanagerð-
inni. Áætlanagerðin sjálf stuðlar
síðan að því, að hagur fyrirtækisins
styrkist ennfrekar. Það efhr fjárhags-
stöðuna, svo að viðhald og uppbygg-
ing rekstrarins er auðveldari. Það
stjórnkerfi, sem notað er innan
stofnunar, er tæki til að skapa þenn-
an rekstrargrundvöll.
Innra eftirlit ásamt endurskoðun,
sem er vissulega hluti innra eftirlits,
er einnig beitt í þessu augnamiði, þá
er markmiðið auk þess að vernda
eignir bankans. Til að eftirlitskerfið
virki sem réttast, þá er endurskoð-
unin byggð á sjálfstæðu mati. án
þess ao vera háð boðum og bönnum
stjórnenda. Þær aðferðir sem stuðs
er við verða að gefa rétta mynd af
rekstri stofnunarinnar. T.d. er
nauðsynlegt að hafa hugmynd um
tilfærslur sjóða. í hve ríkum mæli
þeirra er aflað á einum stað og síðan
ráðstafað á öðrum.
Upplýsingar um viðskiptavini
bankans ættu einnig að liggja fyrir.
Hvemig samsetning inn- og útlána
þeirra er. Hvort einhver af við-
skiptamönnum hefur óeðlilega mikil
útlán, og þá jafnvel mjög ódýr í sam-
anburði við innlán.
Tilgangurinn með eftirlitinu er því
að verulegu leyti bundinn við athug-
un á hugsanlegum veikleika í stofn-
uninni. Þá ætti það að leiða í ljós,
hvort sérstakra aðgerða er þörf, t.d.
gæti aukning innlána verið æskileg. í
því sambandi mætti spyrja:
a) Ef tækifæri gefst til að laða til
bankans ný innlán, hve mikið
ætti að greiða fyrir þau?
b) Hvernig á haga lánveitingum?
Hvað varðar fyrri liðinn, er rétt að
taka til greina allan tilfallandi kostn-
að vegna öflunar innlána, auglýsing-
ar o.þ.h. Seinni liðurinn nær til
ákvörðunar á útlánaformi. Það
ákvarðast í ljósi kostnaðarins við að
laða ný innlán, sem fjármagna útlán-
in. Yfirgripsmiklar athuganir á þess-
um þáttum em tæpast gerðar hér á
landi, þar sem bankar eru háðir
ákvörðunum Seðlabankans um
verðlagningu, ásamt samnings-
bundnum framlögum til atvinnu-
rekstrar og ríkis. Þrátt fyrir það, er
vert að gefa gaum að þessu ,,jaðar“
(marginal) mati sjóða. Vitneskjan
beinir athyglinni að uppsprettu
ódyrara ijármagns, en veltiinnlán
eru ódýrasti möguleikinn fyrir
íslenska banka í dag. Augljóst er að
tæpast verður þessi tegund innlána
aukin, vegna ríkjandi ástands í efna-
hagsmálum, sem fellst í mikilli verð-
bólgu. Á móti koma lágir vextir
veltiinnlána, sem gera þau enn
óhagkvæmari og síður fýsileg.
Mæling á árangri
Bankinn ætti að íhuga einhvers
konar mælitæki, sem leiða í ljós ár-
angur rekstrarins. Eftirtaldir mæli-
kvarðar koma til greina:
A. Aukning í:
1) Tekjum
2) Tekjum á einingu t.d. út-
lána, einstakra viðskiptaað-
ila og þjónustuliða.
B. Afraksturaf:
1) Áhættu eignum (útlánum)
2) Heildareignum
C. Eiginfjárhlutfall:
1) Eigið fé/áhættueignir
(útlán)
13